Nýi Kia Optima Sportswagon Plug-in Hybrid

Sportlegt útlit. Snjallar lausnir.

NÝI KIA OPTIMA SPORTSWAGON PLUG-IN HYBRID

Í fremstu röð á alla vegu

Kynntu þér nýjan meðlim í ört stækkandi fjölskyldu umhverfisvænna bíla frá Kia - nýjan Kia Optima Sportswagon tengiltvinnbíl. Hann uppfyllir kröfur þínar um hátæknivæddan farkost sem er umhverfismildur og tilbúinn í allt. Það kemur ekki á óvart því hann er búinn hátæknivæddri tengiltvinnaflrás sem býður upp á afburða rafakstursdrægi sem er hið mesta í stærðarflokknum, 62 kílómetrar. Auk þess er ríkulegt pláss hvarvetna í bílnum fyrir hvað sem er, jafnt farþega sem farangur.

HELSTU ATRIÐI

Nýstárlegur frá öllum sjónarhornum

Áberandi útlit

Áberandi útlit

Formlínur nýja Kia Optima Sportswagon Plug-in Hybrid eru sportlegar og framendinn áberandi. Hann er sjálfsöryggið uppmálað. Atriði eins og sérstök, blá eco merki í vatnskassahlífinni og sílsum fanga augað og orkusparandi LED framljós eru til merkis um að hann er umhverfisvænn. Virkir vindkljúfar og 17" álfelgur gefa bílnum enn straumlínulagaðra og glæsilegra yfirbragð.

Aðlaðandi innanrými

Aðlaðandi innanrými

Afburða hönnun snýst ekki einungis um fagurfræði. Þér líður strax vel í vönduðu og rúmgóðu innanrýminu í nýja Kia Optima Sportswagon Plug-in Hybrid bílnum. Þú slakar fullkomlega á í hvítum leðursætunum með þægilegu aðgengi að miðjuskjánum áður en haldið er af stað á næsta áfangastað.

Afburða hönnun snýst ekki einungis um fagurfræði. Þér líður strax vel í vönduðu og rúmgóðu innanrýminu í nýja Kia Optima Sportswagon Plug-in Hybrid bílnum. Þú slakar fullkomlega á í hvítum leðursætunum með þægilegu aðgengi að miðjuskjánum áður en haldið er af stað á næsta áfangastað.

Jafnt fjölhæfur og hann er notadrjúgur

Jafnt fjölhæfur og hann er notadrjúgur

Bíllinn er með 440 l farangursrými og tekur því lengi við. Meiri hleðslu eða stærri hlutum er hægt að koma fyrir með því að fella niður aftursætisbökin í hlutföllunum 40:20:40. Fjölhæfar lausnir í farangursrými tryggja að allur farangur er í skorðum. Smart Power afturhlerinn opnast sjálfkrafa ef snjalllykillinn er nærri, sem kemur sér vel þegar þegar pinklar eru í báðum höndum.

Bíllinn er með 440 l farangursrými og tekur því lengi við. Meiri hleðslu eða stærri hlutum er hægt að koma fyrir með því að fella niður aftursætisbökin í hlutföllunum 40:20:40. Fjölhæfar lausnir í farangursrými tryggja að allur farangur er í skorðum. Smart Power afturhlerinn opnast sjálfkrafa ef snjalllykillinn er nærri, sem kemur sér vel þegar þegar pinklar eru í báðum höndum.

Ávallt tengdur umheiminum

Ávallt tengdur umheiminum

Nýi Kia Optima Sportswagon Plug-in Hybrid bíllinn er samhæfður Android Auto™ og Apple CarPlay™, sem halda ökumanni tengdum við umheiminn meðan hann einbeitir sér að akstrinum.1 Vertu upplýstur með Android Auto™ og Apple CarPlay™. Fáðu upplýsingar, svaraðu símtölum og fleira á 8" skjánum.3,4 Leiðsögukerfinu fylgir kortauppfærslur í 7 ár.

360° Sjónarhorn

01.jpg
02.jpg
03.jpg
04.jpg
05.jpg
06.jpg
07.jpg
08.jpg

17" Aluminium

Available in all editions

Limited Chrome Black

Available in all editions

PLUG-IN HYBRID

Orkugjafi með tveimur aflrásum

Háþróuð plug-in hybrid tækni

Vertu velkominn að kynna þér nýja kynslóð sparneytnari bíla með meira rafakstursdrægi en almennt er um Plug-in Hybrid bíla. Aksturinn verður þýður og sparneytinn með bensínvél og rafmótor. Njóttu þess vegna akstursins með hreinni samvisku. Og fullkominni hugarró með einfaldara viðhaldi og 7 ára ábyrgð Kia.8 Rafgeymar innifaldir.

Samhliða tvinnaflrás

Einfalt er að skipta á milli bensínvélarinnar og rafmótorsins. Svo má aka bílnum með samspili beggja aflrása. Orkuendurheimtarkerfið í bílnum umbreytir hreyfiorku í rafmagn til að hlaða inn á rafgeyminn. Svo er einfalt að hlaða rafgeymi nýja Kia Optima Sportswagon tengiltvinnbílinn með 220V heimarafmagni eða á hleðslustöð.

Aksturseiginleikar

Nýi Kia Optima Sportswagon tengiltvinnbíllinn skilar þér átakalaust á áfangastað með 2,0 l GDi bensínvél og rafmótor. Samanlagt eru afköst aflrásanna 205 hestöfl og rafakstursdrægið er allt að 62 km sem þakka má stórum rafgeyminum. Þetta er mesta rafakstursdrægi í stærðarflokknum.

Yfirlit yfir afköst

Lykilupplýsingar um aksturinn birtast skýrar og greinilegar beint á skjáinn fyrir framan ökumann og til hliðar. Einfaldur ökumælaklasinn sýnir valda akstursstillingu og orkuflæði aflrásarinnar. Meiri upplýsingar eru á skjá leiðsögukerfisins fyrir miðju sem sýnir m.a. annars hleðslustöðu rafgeymisins, akstursmáta og sparneytni. Þar er einnig hægt að leita að næstu hleðslustöð. Búnaðurinn er umhverfis- og notendavænn í senn.

TÆKNI OG ÖRYGGI

Hannaður fyrir stuðning*

Sjálfvirk neyðarhemlun (AEB)

Sjálfvirk neyðarhemlun (AEB)

AEB í borgar- þéttbýlis- og göngugatnastillingu aðvarar ökumann og aðstoðar hann að forðast slys eða dregur úr alvarleika þess með sjálfvirkri hemlun. Ratsjá í framstuðara bílsins og myndvél í framrúðunni svipast stöðugt um eftir fyrirstöðu á leiðinni framundan, svo sem gangandi vegfarendum eða öðrum ökutækjum.6

Snjallbílastæðavari (SPAS)

Snjallbílastæðavari (SPAS)

SPAS kerfið styðst við nema sem greina bílastæði sem henta til að leggja bílnum og stýrir honum inn í það. Það eina sem ökumaður þarf að gera er að stýra hraðanum, skipta um gíra og hemla. Og sjá, bílastæðalögn eins og hún gerist snjöllust.

Akreinavari (LKAS)

Akreinavari (LKAS)

Nú þarf enginn að óttast það að hann víki óafvitandi út af sinni akrein. Akreinavarinn í nýja Kia Optima Sportswagon tengiltvinnbílnum aðvarar ökumann með mynd- og hljóðmerkjum ef hann víkur óafvitandi út af sinni akrein. Búnaðurinn stýrir bílnum meira að segja aftur inn á sína akrein ef nauðsyn krefur.

Háþróuð snjallhraðastilling (ASCC)

Háþróuð snjallhraðastilling (ASCC)

Það er fátíður munaður að vera einn á ferðinni úti á vegunum. En ASCC kerfið gerir hverja ferð um þjóðveginn afslappaðri en áður Búnaðurinn hraðar bílnum og hægir á honum sjálfkrafa til að stjórna hraðanum og fjarlægð að næsta ökutæki á undan.

Hátæknivæddur viðbótarbúnaður

Hátæknivæddur viðbótarbúnaður

Með þráðlausri hleðslu á farsíma er auðvelt að hlaða rafhlöðu símans án snúru. Samhæfði snjallsíminn er einfaldlega lagður í þar til gerðan bakka í miðjustokknum.7 Og hann er kominn í hleðslu. Keyrðu við undirleik uppáhalds tónlistarinnar sem streymir tær og hrein í gegnum 8 hátalara Charmon/KardonTM premium hljómkerfið.

Með þráðlausri hleðslu á farsíma er auðvelt að hlaða rafhlöðu símans án snúru. Samhæfði snjallsíminn er einfaldlega lagður í þar til gerðan bakka í miðjustokknum.7 Og hann er kominn í hleðslu. Keyrðu við undirleik uppáhalds tónlistarinnar sem streymir tær og hrein í gegnum 8 hátalara Charmon/KardonTM premium hljómkerfið.

7 ára ábyrgð

7 ára ábyrgð Kia

Eigendur Kia Optima Sportswagon tengiltvinnbílsins njóta einstakrar 7 ára ábyrgðar Kia.8 Það er til marks um þá tiltrú sem við höfum á bílum okkar. Flytja má ábyrgðina til nýs eiganda þegar bíllinn er seldur.

Kortauppfærslur Kia til 7 ára

Kia ökutækjum með leiðsögukerfi frá verksmiðju fylgir ný, endurgjaldslaus kortauppfærsla einu sinni á ári í sex ár.5 Einstakt tilboð sem tryggir að leiðsögukerfið er alltaf með nýjustu gögn.

Tæknitölur

Tegund vélar 2.0 GDI Plug-in Hybrid
Sjálfskipting 6-speed AT
Hámarksafl (hö/sn.mín)) 205/6,000
Hámarkstog (Nm/sn.mín)) 375/2330
Rafhlaða Tegund Lithium-polymer
Energy 11.26 kWh
Spenna (V) 360
Rafdrægni 62 km
Eldsneytiseyðsla (blandaður akstur) 1.4 l/100km
CO2 (blandaður akstur) (gr/km)) 33

LAGALEGUR FYRIRVARI

(1)  Android Auto™ and Apple CarPlay™

Nýr Kia Optima Sportswagon tengiltvinnbíll er samhæfður fyrir Apple CarPlay™ og Android Auto™. Android Auto™ er hannað fyrir farsíma með Android 5.0 stýrikerfi (Lollipop) eða nýrri. Apple CarPlay™ er hannað fyrir iPhone 5 eða nýrri gerðir. Bæði kerfi eru með raddstýringu sem gera ökumanni kleift að hafa báðar hendur á stýri og augu á veginum framundan öllum stundum. Apple CarPlay™ vörumerki Apple Inc. Android Auto™ og önnur merki eru vörumerki Google Inc.

(2) Kia Connected þjónusta

Þjónustan er endurgjaldslaus fyrstu 7 árin eftir að leiðsögukerfið er fyrst tengd við farsímanet.

(3) TomTom þjónusta fyrir hraðamyndavélar

Stjórnvöld í flestum löndum og staðbundin yfirvöld eru á einu máli um að hraðamyndavélaþjónusta TomTom auki umferðaröryggi. TomTom fer í einu og öllu að löggjöf á hverjum stað og aðlagar þjónustu sína að gildandi lögum og reglum.
Almennar reglur

(4) Snjallsíma með gagnatengingu þarf til að virkja þjónustuna.

(5) Kortauppfærslur til 7 ára

Öll ný ökutæki Kia sem eru með leiðsögukerfi frá verksmiðju eiga rétt á árlegri kortauppfærslu til 7 ára. Þetta er hluti af yfirgripsmiklum fyrirheitum okkar um gæði. Þetta einstaka tilboð tryggir að leiðsögukerfið er ávallt með nýjustu kortagögnum. Tilboðið nær eingöngu til nýrra ökutækja Kia sem eru með leiðsögukerfi frá verksmiðju og hefur að öðru leyti ekki áhrif á ábyrgðina. Hugsanlega getur kortauppfærsla haft í för með sér kostnað vegna vinnulauna við uppfærsluna. Kia ber ekki ábyrgð á gæðum kortagagnanna sem eru fengin frá HERE.

(6) Sjálfvirk neyðarhemlun (AEB)

Sjálfvirk neyðarhemlun er akstursstoðkerfi sem undanskilur ökumann ekki þeirri ábyrgð sinni að stjórna ökutæki sínu öllum stundum með ábyrgum hætti. Ökumaður verður eftir sem áður að aðlaga akstursmáta sinn að akstursgetu sinni, fara að umferðarlögum og reglum og haga akstri í samræmi við vegaðstæður og umferð. AEB er ekki hannað til sjálfaksturs ökutækisins. Nánari upplýsingar er að finna í eigandahandbókinni.

(7) Þráðlaus hleðsla snjallsíma

Þráðlaus hleðsla er samhæfð öllum símum með Qi tækni eða með millistykki.

(8) 7 ára/150.000 km ábyrgð Kia á nýjum bílum

Gildir í öllum Evrópusambandsríkjum (auk þess í Noregi Sviss, Íslandi og Gíbraltar), háð staðbundnum skilmálum og skillyrðum

* Ath. staðalbúnaður getur verið mismunandi eftir gerðum

icon_brochure icon_build_yours icon_close icon_contact_dealer icon_minus icon_plus icon_sub_nav icon_test_drive kia-logo-3d icon_gallery_nose icon_arrow-right