360° Sjónarhorn

01.jpg
02.jpg
03.jpg
04.jpg
05.jpg
06.jpg
07.jpg
08.jpg

17" Aluminium

Available in all editions

Limited Chrome Black

Available in all editions

HÖNNUN

Aðdáunarverður frá öllum sjónarhornum

Nýr Kia Optima Plug-in Hybrid á eftir að gára hafflötinn og brýtur í raun blað í hönnunarsögu Kia. Hönnuðir okkar hafa með hugviti sínu samtvinnað í einn bíl þætti eins og glæsileika, sjálfbærni og nýjustu hybrid tækni. Vertu undirbúinn fyrir Plug-in Hybrid sem boðar nýja tíma.

Þessi nútímalegi og fallegi bíll er með glæsilega straumlínulögun og státar um leið af sportlegum formlínum og kraftalegum hlutföllum. Glæsileg LED framljósin tryggja yfirburða lýsingu fram á veginn og nota til þess minni orku.

Plug-in Hybrid akstur

Tvær vélar – eitt ökutæki

Upplifðu nýjar víddir í sparneytni og lengra akstursdrægi en í hefðbundnum Hybrid bílum. Bensínvélin og rafmótorinn stuðla að ánægjulegri og sparneytnari akstri. 7 ára ábyrgð Kia, veitir síðan hugarró sem verður ekki metin til fjár.

Óaðfinnanleg skipting milli bensínvélar og rafmótors eða samþætting beggja. Orkuendurheimtarkerfið umbreytir hreyfiorku í raforku sem það nýtir til að endurhlaða rafgeyminn. Bíllinn er með 220V hleðsluinntaki og honum fylgir Type 2 hleðslukapall sem gerir hleðslu heima fyrir auðvelda.

Búðu þig undir það besta úr báðum heimum. Nýr Kia Optima Plug-in Hybrid kemur með 2.0 GDi bensínvél og rafmótor. Auk þess er hann með rafhlöðu með mikilli orkurýmd. CO2 er ekki nema 37 g/km og kemst hann allt að 54 km á rafmagninu.Samanlögð afkastageta aflrásanna er 205 hestöfl og akstursdrægið alls 980 km.

DRIVE WiSE

Hannaður fyrir velgengni

Upplifðu DRIVE WiSE, framtíðina í aksturstækni og akstursstoðkerfum Kia.(1) Tækninýjungar sem hafa það hlutverk að fylgjast með hættulegum aðstæðum til að gera umferðina öruggari. Aksturinn verður hrein ánægja þegar minna er til að hafa áhyggjur af.

Bílastæðavarinn (SPAS) styðst við skynjara til að leggja mat á hvort bílastæði henti og stýrir bílnum inn í það. Ökumaður þarf einungis að stýra hraðanum, skipta um gíra og hemla. 270° umhverfisskjárinn sýnir hvað er að gerast umhverfis bílinn.(1)

Sjálfvirkt neyðarhemlunarkerfið(2) er valbúnaður sem í neyðartilvikum aðstoðar ökumann við að stöðva bílinn. Langdrægir ratsjárskynjarar og myndavél á framrúðunni greina gangandi vegfarendur og önnur ökutæki á veginum og gefa skipun um tafarlausa hemlun þegar við á. Búnaðurinn dregur úr hættu á árekstrum og stuðlar að auknu öryggi í umferðinni.

Akgreinavarinn, Lane Keeping Assist System (LKAS) er valbúnaður sem varar ökumann við og aðstoðar hann ef vikið er óafvitandi út af akgrein. Speed Limit Information Function (SLIF) er valbúnaður sem sýnir upplýsingar um hámarkshraða í mælaborðinu.

TÆKNI OG ÖRYGGI

Hnitmiðuð hönnun

Það sem ekki sést berum augum getur valdið hættu. Blindblettsvarinn (BSD) er nytsamlegur búnaður sem aðvarar ökumann þegar öðru ökutæki er ekið inn í blinda blettinn. 

Nýr  Kia Optima Plug-in Hybrid bíður uppá ASCC hraðastilli sem valbúnað til að halda jöfnum hraða. Búnaðurinn hraðar bílnum sjálfvirkt og hægir á honum til að stýra hraða og fjarlægð að næsta bíl á undan. Þetta stuðlar að auknu öryggi og afslappaðri akstri á þjóðvegum.

Öryggi þitt og þinna er forgangsatriði. Þess vegna er margvíslegur öryggisbúnaður staðalbúnaður í nýjum Optima Plug-in Hybrid. Meðal búnaðar eru sjö öryggispúðar, þar á meðal hnjápúði fyrir ökumann. Sérstyrkt yfirbygging bílsins er í senn létt, sterk og öruggari en nokkru sinni áður.

TENGINGAR

Ávallt tengdur umheiminum

Þegar hlaða þarf símann er hann einfaldlega lagður í þar til gerðan bakka í miðjustokknum. Þar hleður hann sig þráðlaust.(4)  Farþegar í aftursætum eiga auðvelt með að hlaða sín tæki með USB innstungu í afturrými.

Sestu inn og hristu þig. Öflugt 490 watta Harman/KardonTM hágæða hljómkerfi er fáanlegt sem valbúnaður. Því fylgja 10 hátalarar, utanáliggjandi magnari og Clari FiTM endurheimtartækni fyrir hljómgæði.

Ábyrgð

7 ára ábyrgð

Eigendur Kia Optima Plug-in Hybrid búa við þau hlunnindi að bílnum fylgir einstök 7 ára ábyrgð(5), þar með talin ábyrgð á rafgeymi. Svo mikla trú höfum við á bílum okkar. Þessu til viðbótar er hægt að flytja ábyrgðina til nýrra eigenda ef bíllinn er seldur.

Helstu mál

lengd, breidd, hæð

Nákvæm hugmyndavinna og framkvæmd liggur að baki hverju einasta smáatriði í hönnun nýs Kia Optima Plug-in Hybrid. Hér er yfirlit yfir nákvæm mál á yfirbyggingunni.

TÆKNITÖLUR

TEGUND VÉLAR 2.0 GDi + rafmagnsmótor (Hybrid)
Vélargerð
DOHC 4 strokka
Slagrými (cc)
1999
Hámarksafl (hp/rpm) 205/6000
Hám. tog (Nm/rpm) 375/2330
Skipting 6 DCT
Rafhlöðugerð Li-ion polymer rafhlaða
Volt (V) 270
Hleðslugeta (Ah) 27.2
Stærð (kWh) 9.8
Afl (kW) 68

Lagalegur fyrirvari


(1) Drive Wise tækni

Drive Wise er akstursstoðkerfi sem dregur þó ekki úr ábyrgð ökumanns að gæta fyllsta öryggis við akstur. Ökumaður verður eftir sem áður að miða akstur við aksturshæfni sína, umferðareglur, ástand vega og umferð. Drive Wise tækni býður ekki upp á sjálfakstur bifreiðarinnar. Nánari upplýsingar er að finna í eigandahandbók. 

(2) Sjálfvirkt neyðarhemlunarkerfi sem greinir gangandi vegfarendur

Sjálfvirkt neyðarhemlunarkerfi (AEB) sem greinir gangandi vegfarendur er stoðkerfi sem leysir ökumanninn ekki undan þeirri ábyrgð að gæta fyllsta öryggis í akstri öllum stundum. Ökumaður verður ávallt að miða ökulag sitt að eigin akstursgetu, fara að umferðarreglum og taka mið af veg- og umferðaraðstæðum hverju sinni. AEB kerfið býður ekki upp á sjálfvirkan akstur bifreiðarinnar. Leitið nánari upplýsinga í eigandahandbók.

(3) Android Auto™ og Apple CarPlay™

Kia Niro verður ein fyrsta gerð Kia með Android Auto™, fyrir Android farsíma 5.0 (Lollipop) eða nýrri. Apple CarPlay™ verður fáanlegt í lok árs 2016 fyrir iPhone 5 eða nýrri gerðir. Bæði kerfi eru með raddstýringu sem gera ökumanni kleift að hafa báðar hendur á stýri og athyglina að umferðinni öllum stundum.

(4) Þráðlaus hleðsla fyrir farsíma 

Þráðlaus hleðsla fyrir farsíma með Qi tækni eða tengi.

(5) 7 ára / 150.000 km ábyrgð Kia

7 ára / 150.000 km ábyrgð Kia. Gildir í öllum aðildarlöndum Evrópusambandsins (auk þess í Noregi, Sviss, Íslandi og Gíbraltar), háð skilmálum og skilyrðum í hverju landi.

(6) Uppfærslur á kortum í sjö ár

Hluti af fyrirheitum okkar um gæði eru sex ókeypis kortauppfærslur á hverri Kia bifreið sem er með LG leiðsögukerfi frá verksmiðju. Þetta einstæða tilboð tryggir að leiðsögukerfið styðst ávallt við nýjustu upplýsingar. Tilboðið nær eingöngu til nýrra Kia ökutækja með LG leiðsögukerfi frá verksmiðju sem keypt eru eftir 28. febrúar 2013. Kostnaður getur fallið til vegna vinnu við ísetningu á uppfærslum. 7 ára kortauppfærslukerfið innifelur sex kortauppfærslur þar sem Kia ökutæki koma með nýjustu uppfærslu frá verksmiðju. Kortauppfærslurnar hafa ekki áhrif á ábyrgð á leiðsögukerfinu. Kia ber ekki ábyrgð á gæðum kortagagna frá birgjanum Navteq.


icon_brochure icon_build_yours icon_close icon_contact_dealer icon_minus icon_plus icon_sub_nav icon_test_drive kia-logo-3d icon_gallery_nose icon_arrow-right