Nýr Kia Niro Plug-in Hybrid

Óður til náttúrunnar. Sparneytni í fyrirrúmi.

HÖNNUN

SAMRUNI HUGVITS OG LANDSLAGS

Útlitshönnun

Það þarf ekki að dveljast lengi við Kia Niro Plug-in Hybrid til að sjá að þessi blendingur er einstakur. LED framljós lýsa upp veginn á skilvirkan hátt. Hönnunaratriði hvarvetna varpa ljósi á hátæknivætt en um leið umhverfisvænt eðli bílsins. Dæmi um þetta eru krómplötur með bláum ígreypingum, krómlistar á hliðum og aðgengileg innstunga á frambretti. 16” álfelgur fullkomna síðan myndina.

360° Sjónarhorn

01.jpg
02.jpg
03.jpg
04.jpg
05.jpg
06.jpg
07.jpg
08.jpg

17" Aluminium

Available in all editions

Limited Chrome Black

Available in all editions

AKSTUR PLUG-IN HYBRID BÍLS

Eitt ökutæki – tvær vélar

Háþróuð tækni

Háþróuð tækni

Kynntu þér nýja vídd í sparneytni og meira rafakstursdrægi. Bensínvélin og rafmótorinn tryggja þýðan, sparneytinn akstur. Og stuðla að akstri með góðri samvisku. 7 ára ábyrgð Kia1, sem nær einnig til rafhlöðunnar, fylgir einnig áhyggjuleysi til lengri tíma litið.

Spaneytni Plug-in hybrid

Spaneytni Plug-in hybrid

Akstur til og frá vinnu er knúinn einungis rafmagni báðar leiðir í nýja Kia Niro tengiltvinnbílnum. Hann státar af rafakstursdrægni upp á 58 kílómetra. Bensínvélin skilar þér svo á áfangastað ef leiðin liggur út fyrir borgina og í lengri ferðalög.

Akstur til og frá vinnu er knúinn einungis rafmagni báðar leiðir í nýja Kia Niro tengiltvinnbílnum. Hann státar af rafakstursdrægni upp á 58 kílómetra. Bensínvélin skilar þér svo á áfangastað ef leiðin liggur út fyrir borgina og í lengri ferðalög.

Aksturseiginleikar

Aksturseiginleikar

Yfirmáta sportlegur akstur þegar leiðin liggur út á land um helgar og hreinræktuð sparneytni í allri daglegri notkun til og frá vinnu. Það má njóta hvoru tveggja á einstakan máta í nýja Kia Niro Plug-in Hybrid bílnum. Hann kemur með 6 þrepa, tvíkúplandi sjálfskiptingu og tveimur akstursstillingum, Eco og Sports, sem þægilegt er að velja á milli. Niro er umhverfisvænn Plug-in Hybrid með einstakri aflrásartækni.

Yfirmáta sportlegur akstur þegar leiðin liggur út á land um helgar og hreinræktuð sparneytni í allri daglegri notkun til og frá vinnu. Það má njóta hvoru tveggja á einstakan máta í nýja Kia Niro Plug-in Hybrid bílnum. Hann kemur með 6 þrepa, tvíkúplandi sjálfskiptingu og tveimur akstursstillingum, Eco og Sports, sem þægilegt er að velja á milli. Niro er umhverfisvænn Plug-in Hybrid með einstakri aflrásartækni.

Háþróuð Plug-in Hybrid tækni

Háþróuð Plug-in Hybrid tækni

Fáðu meira út úr Plug-in Hybrid bílnum. Coasting Guide í nýja Kia Niro Plug-in Hybrid bílnum er kerfi sem gefur ökumanni til kynna hvenær hagkvæmast er að stíga af inngjöfinni áður en ekið er inn í beygju. Framsýn vélstýringartækni skynjar aðstæður rétt áður en bílnum er ekið upp eða niður halla og breytir akstursstillingum til að hámarka sparneytni bílsins.

HELSTU ATRIÐI

Lítil eldsneytisnotkun. Mikil þægindi.

Hátæknivætt og þægilegt stjórnrými

Hátæknivætt og þægilegt stjórnrými

Nýi Kia Niro Plug-in Hybrid bíllinn er fáanlegur með 7” LCD ökumælaklasa. Á honum birtast allar nauðsynlegar upplýsingar í beinni sjónlínu ökumanns. Í ökumælaklasanum eru m.a. upplýsingar um akstursstillingu og orkuflæði aflrásarinnar. Á skjá leiðsögukerfisins birtast upplýsingar um hleðslustöðu rafhlöðunnar, akstursmáta og sparneytni. Á skjánum má einnig finna næstu hleðslustöð.

Nýi Kia Niro Plug-in Hybrid bíllinn er fáanlegur með 7” LCD ökumælaklasa. Á honum birtast allar nauðsynlegar upplýsingar í beinni sjónlínu ökumanns. Í ökumælaklasanum eru m.a. upplýsingar um akstursstillingu og orkuflæði aflrásarinnar. Á skjá leiðsögukerfisins birtast upplýsingar um hleðslustöðu rafhlöðunnar, akstursmáta og sparneytni. Á skjánum má einnig finna næstu hleðslustöð.

Ríkulegt innanrými

Ríkulegt innanrými

Í Kia Niro Plug-in Hybrid bílnum er ávallt nægt rými alveg óháð verkefnum dagsins. Ríkulegt innanrýmið er hlaðið búnaði sem stuðlar að hámarks þægindum og fjölhæfni. Dæmi um þetta er rafknúið ökumannssæti með 7 stillingum. Ökumaður finnur sína kjörstillingu á augabragði. Þegar flytja þarf mikið magn eru aftursætin felld niður í hlutföllunum 60:40 til að auðvelda hleðslu bílsins. Kia Niro er búinn fjölda lausna.

Í Kia Niro Plug-in Hybrid bílnum er ávallt nægt rými alveg óháð verkefnum dagsins. Ríkulegt innanrýmið er hlaðið búnaði sem stuðlar að hámarks þægindum og fjölhæfni. Dæmi um þetta er rafknúið ökumannssæti með 7 stillingum. Ökumaður finnur sína kjörstillingu á augabragði. Þegar flytja þarf mikið magn eru aftursætin felld niður í hlutföllunum 60:40 til að auðvelda hleðslu bílsins. Kia Niro er búinn fjölda lausna.

Plássið í farangursrýminu

Plássið í farangursrýminu

Enn einn kosturinn við Kia Niro plug-in Hybrid bílinn er mikið farangursrými í skotti, alls hvorki meira né minna en 324 lítrar. Það er því nóg pláss fyrir öll innkaupin, farangurinn eða hundinn.

Enn einn kosturinn við Kia Niro plug-in Hybrid bílinn er mikið farangursrými í skotti, alls hvorki meira né minna en 324 lítrar. Það er því nóg pláss fyrir öll innkaupin, farangurinn eða hundinn.

Annar hátæknivæddur búnaður

Annar hátæknivæddur búnaður

Ratarðu ekki? Leiðsögukerfið er aðgengilegt á stórum, 7” skjánum. Það vísar þér rétta leið. Kortauppfærslur til sjö ára og streymiþjónusta fylgir kerfinu.2 Hlustið á eftirlætis tónlistina í JBL® hágæða hljómkerfinu sem er með Clari Fi™ tækni.3 (fæst aukalega í Luxury útgáfu)

Ratarðu ekki? Leiðsögukerfið er aðgengilegt á stórum, 7” skjánum. Það vísar þér rétta leið. Kortauppfærslur til sjö ára og streymiþjónusta fylgir kerfinu.2 Hlustið á eftirlætis tónlistina í JBL® hágæða hljómkerfinu sem er með Clari Fi™ tækni.3 (fæst aukalega í Luxury útgáfu)

Ávallt tengdur við umheiminn

Ávallt tengdur við umheiminn

Nýi Kia Niro Plug-in Hybrid bíllinn er samhæfður Android Auto™ og Apple CarPlay™, sem heldur þér tengdum við umheiminn meðan þú einbeitir þér að akstrinum.4 

Nýi Kia Niro Plug-in Hybrid bíllinn er samhæfður Android Auto™ og Apple CarPlay™, sem heldur þér tengdum við umheiminn meðan þú einbeitir þér að akstrinum.4 

TÆKNI OG ÖRYGGI

Hannað með tilliti til þinna þarfa

AEB kerfið aðstoðar ökumann að forðast eða draga úr alvarleika slysa með því að aðvara hann og beita sjálfvirkri hemlun. Skynjari í framstuðara bílsins og myndavél á framrúðunni fylgjast með áhættuþáttum framan við bílinn, eins og t.d. öðrum ökutækjum og gangandi vegfarendum.8

SCC kerfið í Kia Niro Plug-in Hybrid bílnum stillir hraða bílsins með sjálfvirkum hætti þannig að hann viðhaldi öruggri fjarlægð frá ökutækjum fyrir framan. SCC er skynrænt akstursstoðkerfi sem eykur öryggi í umferðinni.

Blindi bletturinn í yfirsýn ökumanns er raunveruleg ógn í umferðinni, jafnvel fyrir reyndustu ökumenn. Þess vegna kemur nýi Kia Niro Plug-in Hybrid bíllinn með BSD. Þetta skynræna akstursstoðkerfi aðvarar ökumenn þegar öðru ökutæki er ekið inn í blinda blettinn. Þessu fylgir aukið öryggi.

* Aukabúnaður

Vertu á réttri akrein í Kia Niro Plug-in Hybrid bílnum. LKAS akreinavarinn aðvarar ökumann með mynd- og hljóðmerki ef bíllinn víkur út af sinni akrein. Gerist þetta og ef ökumaður bregst ekki við sér kerfið um að stýra bílnum aftur inn á rétta akrein.

DAA athyglisvarinn fylgist náið með akstri ökumanns. Greini búnaðurinn að ökumaður gæti verið syfjaður beinir það tilmælum til hans að gera hlé á akstri.

Það er ergjandi þegar síminn er með lága rafhlöðuhleðslu úti í umferðinni. En ekki svo í Kia Niro Plug-in Hybrid bílnum. Ástæðan er sú að það nægir að leggja frá sér samhæfðan símann í þar til gerðan bakka fyrir þráðlausa hleðslu. Þar fær hann vandræðalaust hleðslu án hleðslutækja.9

ÁBYRGÐ

7 ára ábyrgð

Eigandi nýs Kia Niro Plug-in Hybrid bíls nýtur góðs af okkar einstöku 7 ára ábyrgð.1 Hún er til marks um þá trú sem við höfum á bílum okkar. Ef bíllinn er seldur færist ábyrgðin yfir til næstu eigenda.

Kia kortauppfærsla til 7 ára

Hverjum nýjum Kia sem er með leiðsögukerfi frá verksmiðju fylgir árleg kortauppfærsla í sex ár án endurgjalds.2 Frábær kaupauki sem tryggir að leiðsögukerfið er ávallt með nýjustu gögnum.

HELSTU MÁL

Hvert einasta hönnunaratriði í nýja Kia Niro tengiltvinnbílnum er útfært og hannað af mikilli nákvæmni. Hér er yfirlit yfir nákvæm mál bílsins. Gerðin sem hér er sýnd er á 16” álfelgum og með þakboga.

Tæknitölur

Tegund vélar
1.6 GDI Plug-in Hybrid
Sjálfskipting 6-speed DCT
Hámarksafl (hö/sn.mín)
141 
Hámarkstog (Nm/sn.mín)
265
RAFHLAÐA
TEGUND
Lithium-polymer
Stærð 8.9 kWh
Spenna (V)
360 V
Rafdrægni
58 km
Eldsneytiseyðsla (blandaður asktur)
1.3l/100km
CO2 (blandaður asktur)(gr/km) 29

LAGALEGUR FYRIRVARI

(1) 7 ára/150.000 km ábyrgð Kia á nýjum bílum

Gildir í öllum Evrópusambandsríkjum (auk þess í Noregi Sviss, Íslandi og Gíbraltar), háð staðbundnum skilmálum og skillyrðum

(2) Clari Fi™ tækni

JBL® hljómkerfið er með Clari Fi™ tækni. Þegar skrár eru þjappaðar í MP3 form geta stafrænar upplýsingar tapast. Clari Fi™ tæknin getur leiðrétt háa eða lága tóna sem hafa tapast og eykur þannig hljómgæðin.

(3)  Android Auto™ and Apple CarPlay™

Nýi Kia Niro Plug-in Hybrid er samhæfður Apple CarPlay™ og Android Auto™. Android Auto™ er hannað fyrir Android síma í útgáfu 5.0 (Lollipop) eða nýrri. Apple CarPlay™er hannað fyrir iPhone 5 eða nýrri gerðir. Bæði kerfin búa yfir raddstýringu og gera ökumanni kleift að hafa hendur á stýri og fulla einbeitingu í akstri öllum stundum. Apple CarPlay™ er vörumerki Apple Inc. Android Auto™ og önnur merki eru vörumerki Google Inc.

(4) Kia's Connected tækni

Þjónustan er endurgjaldslaus fyrstu 7 árin eftir að leiðsögukerfið er fyrst tengd við farsímanet.

(6) Snjallsíma með gagnatengingu þarf til að virkja þjónustuna.

(7) Sjálfvirk neyðarhemlun (AEB)

Sjálfvirk neyðarhemlun er akstursstoðkerfi sem undanskilur ökumann ekki þeirri ábyrgð sinni að stjórna ökutæki sínu öllum stundum með ábyrgum hætti. Ökumaður verður eftir sem áður að aðlaga akstursmáta sinn að akstursgetu sinni, fara að umferðarlögum og reglum og haga akstri í samræmi við vegaðstæður og umferð. AEB er ekki hannað til sjálfaksturs ökutækisins. Nánari upplýsingar er að finna í eigandahandbókinni.

(8) Þráðlaus snjallsímahleðsla

Þráðlausa snjallsímahleðslan er samhæfð fyrir síma með Qi tækni eða millistykki.

 * Ath. staðalbúnaður getur verið mismunandi eftir gerðum

icon_brochure icon_build_yours icon_close icon_contact_dealer icon_minus icon_plus icon_sub_nav icon_test_drive kia-logo-3d icon_gallery_nose icon_arrow-right