360° sjónarhorn

01.jpg
02.jpg
03.jpg
04.jpg
05.jpg
06.jpg
07.jpg
08.jpg

17" Aluminium

Available in all editions

Limited Chrome Black

Available in all editions

Hönnun

Sækir innblástur til náttúrunnar

Sportleg vindskeiðin að framan gefur vísbendingar um framúrstefnulega hönnun þessa Hybrid bíls. Lóðréttu loftspjöldin eru sportleg og bæta loftflæði bílsins. Silfurlitaðir skrautlistar eru einkennandi og mynda samræmi í hönnuninni.

LED ljósasamstæða að aftan, silfurlitir listar og áberandi bugður í yfirbyggingunni sameinast um að veita Kia Niro yfirmáta nútímalega ásýnd. Sveigðar formlínur í yfirbyggingu við hliðarrúðurnar draga úr hringiðu lofts, ókyrrð og vindsúg. Vinddreifir að aftan stýrir loftflæðinu.

Skynsamleg hönnun og óvenjumikið rými fyrir Hybrid. Svo mikið pláss að þér líður eins og heima hjá þér. Rafmagnsstillanleg, upphituð tau eða leðurklædd framsæti. Stilltu sætið fyrir heilbrigða akstursstöðu. Komdu hvíldur og hress á áfangastað. 

Ökumaður hefur yfirsýn yfir allt úr ökumannssætinu með fjölda stjórnrofa og ökumæla. Þar eru allar nauðsynlegar upplýsingar um Hybrid kerfið, leiðsögukerfið og upplýsinga- og afþreyingarkerfið. 

Hybrid tækni

Tvær aflrásir

Nýr Kia Niro er frábrugðinn hefðbundnum bílum. Því til sönnunar er lítil CO2-losun, eldsneytisnotkun í lágmarki, einfaldleiki í viðhaldi og 7 ára ábyrgð2
sem nær einnig til rafhlöðunnar.  Uppfyllir þarfir allra, snarpur og með mikið skemmtanagildi. Kia Niro á sér ekki jafningja.

Yfirburða sparneytni er einungis einn af mörgum þáttum sem setur Kia Niro á nýjan stall og skiptir þá engu hverjar akstursaðstæðurnar eru. Upplifðu hvernig hann aðlagast vegyfirborðinu á fullkominn hátt. Einnig státar hann af afburða akstursþægindum. 


Nýr Kia Niro skiptir á milli bensíns og raforku eða nýtir báðar aflrásirnar samhliða. Orkuendurheimtarkerfi umbreytir hreyfiorku sem verður til við hemlun og hægingu í raforku sem endurhleður rafhlöðuna. Saman búa aflrásirnar yfir 141 hestafli og hámarkshraði eingöngu á rafmagni er 120 km/klst. 

Fjölhæfni og rými

Nægt rými í önnum dagsins

Í nýjum Kia Niro njóta ökumaður og farþegi í framsæti mesta fóta- og höfuðrýmis í þessum stærðarflokki.  Eftir að sest er inn í bílinn er einfalt finna sína kjörstöðu undir stýri með 8 þrepa rafknúinni sætisstillingu. Í rúmgóðum aftursætunum geta jafnvel hávöxnustu menn hallað sér aftur og slakað á. 

Þér eru allir vegir færir í nýjum Kia Niro. Hann býr yfir gnægð rýmis og nýtir það allt á einstaklega snjallan hátt. Ríkulegt innanrýmið býður upp á mikið höfuð- og fótarými og um leið mikið rými fyrir allan farangur.

Innanrými Niro býr yfir mikilli fjölbreytni sem hentar mjög vel þeim sem lifa lífinu lifandi. Með aftursætisbök í  uppréttri stöðu er farangursrýmið 427 l. Með því að fella niður tvískipt aftursætisbökin (60:40) er hægt að hámarka farangursrýmið og er það þá 1425 l.

Aksturseiginleikar

Afl og sparneytni

Nýr Kia Niro er ekki síður glæsilegur en sparneytinn. Hann er upphaf nýrra tíma hvað varðar kraftmikinn hybrid akstur. Kynnstu af eigin raun hvernig þessi magnaða aflrás skilar afköstum. Í hvert sinn sem bílnum er ekið. 

Ný sex þrepa DCT gírskipting (tvíkúplandi gírskipting) flytur vélaraflið með skilvirkum hætti til hjólanna. Tryggir þannig snerpu og skjótan viðbragðstíma í skiptingum og nákvæmari svörun.

Skiptu í Sport stillingu með því að draga gírstilkinn að þér og upplifðu sportlegri akstur. Farðu alla leið og handskiptu 6 þrepa, tveggja kúplinga gírskiptingunni (DCT). Meira en flestir eiga von á í Hybrid.

DRIVE WiSE

Ánægjulegur og áreynslulaus akstur

DRIVE WISEer nýtt háþróað akstursstoðkerfi Kia sem gerir aksturinn ánægjulegri, stuðlar að hámarks öryggi farþega og annarra vegfarenda. Það tekur að sér þreytandi og flókin verkefni sem ökumaðurinn þarf venjulega að sinna sjálfur.

Ratsjárskynjari aftan við grillið mælir vegalengdina að ökutæki fyrir framan og viðheldur öruggri fjarlægð. Þetta gerir hann með því að stýra hraða bílsins með sjálfvirkum hætti upp að völdum hraða, jafnvel þótt ökumaður stígi hvorki á inngjöf né hemil. (aukabúnaður)


AEBkerfið styðst við gögn frá myndavél og ratsjá. Það metur yfirvofandi líkur á árekstri við annað ökutæki, vegfarenda eða fyrirstöðu. Það varar ökumann við og beitir jafnvel hámarkshemlunarátaki til þess að stöðva bílinn eða draga úr skaða. (aukabúnaður)

Blindblettsvarinn styðst við skynjara sem fylgjast með umhverfinu við hlið og afturhluta bílsins. Hann upplýsir ökumann um ökutæki í blinda blettinum með myndtákni og gerir það auðveldara og öruggara að skipta um akrein. (aukabúnaður)

LKAS er staðalbúnaður sem nýtir gögn frá myndavél sem beint er fram á við til að greina jaðra akreinarinnar. Kerfið grípur með sjálfvirkum hætti inn í stýringuna og aðstoðar ökumann við að halda sig á réttri akrein.

Tækni og öryggi

Búnaður sem styður

Fáðu meira út úr Hybrid bílnum þínum. Coasting Guide gefur til kynna hvenær rétt er að stíga af inngjöfinni áður en beygt er.5 Stjórnbúnaður skynjar áður en bílnum er ekið upp eða niður brekku og aðlagar akstursstillingar í samræmi við það til að hámarka sparneytnina. 

Brekkuvari (HAC) kemur í veg fyrir að bíllinn renni afturábak þegar tekið er af stað úr kyrrstöðu í brekku. Sjálfvirkt bílastæðakerfi (PAS) hjálpar þér að leggja í þröng stæði. Rafeindastýrð stöðuleikastýring (ESC) jafnar út hemlunarátakið.

7 loftpúðar eru staðalbúnaður í Kia Niro, þar með talinn hnépúði fyrir ökumann. Hástyrktarstálið (AHSS) í yfirbyggingunni verndar ökumann og farþega. – sem og dregur úr skemmdum ef til áreksturs kemur.

Tengingar

Ávallt tengdur umheiminum

Leiðsögukerfið er skemmtilega auðvelt í notkun og til aflestrar. Það sýnir leiðir að áfangastað og veitir aðrar mikilvægar upplýsingar á skýrum 7” LCD snertiskjá sem jafnframt er tengdur bakkmyndavél með hreyfanlegum viðmiðunarlínum. 

Samhæfðan farsíma má hlaða á hleðslupúða framan við miðjustokkinn. Óþarfi er að leita uppi og tengja hleðslusnúru. Upplýst táknmynd á skjánum sýnir stöðu á hleðslu. (aukabúnaður)

Helstu mál

Lengd, breidd, hæð

HELSTU MÁL

TEGUND VÉLAR 1.6 GDi + rafmagnsmótor (Hybrid)
Tegund vélar
Bensín + rafmagn
Vélargerð

DOHC 4 strokka

Slagrými (cc)
1580
Hámarksafl (hp/rpm) 141/5700
Hám. tog (Nm/rpm) 265/1000 - 2400
Skipting 6DCT
Rafhlöðugerð Li-ion polymer rafhlaða
Volt (V) 240
Hleðslugeta (Ah) 6.5
Stærð (kWh) 1.56
Power (kW) 42

Lagalegir fyrirvarar

(1) Sjálfvirkt neyðarhemlunarkerfi sem greinir gangandi vegfarendur

Sjálfvirkt neyðarhemlunarkerfi (AEB) sem greinir gangandi vegfarendur er stoðkerfi sem leysir ökumanninn ekki undan þeirri ábyrgð að gæta fyllsta öryggis í akstri öllum stundum. Ökumaður verður ávallt að miða ökulag sitt að eigin akstursgetu, fara að umferðarreglum og taka mið af veg- og umferðaraðstæðum hverju sinni. AEB kerfið býður ekki upp á sjálfvirkan akstur bifreiðarinnar. Leitið nánari upplýsinga í eigandahandbók.

(2) 7 ára / 150.000 km ábyrgð Kia

7 ára / 150.000 km ábyrgð Kia. Gildir í öllum aðildarlöndum Evrópusambandsins (auk þess í Noregi, Sviss, Íslandi og Gíbraltar), háð skilmálum og skilyrðum í hverju landi.

(3) Uppfærslur á kortum í sjö ár

Hluti af fyrirheitum okkar um gæði eru sex ókeypis kortauppfærslur á hverri Kia bifreið sem er með LG leiðsögukerfi frá verksmiðju. Þetta einstæða tilboð tryggir að leiðsögukerfið styðst ávallt við nýjustu upplýsingar. Tilboðið nær eingöngu til nýrra Kia ökutækja með LG leiðsögukerfi frá verksmiðju sem keypt eru eftir 28. febrúar 2013. Kostnaður getur fallið til vegna vinnu við ísetningu á uppfærslum. 7 ára kortauppfærslukerfið innifelur sex kortauppfærslur þar sem Kia ökutæki koma með nýjustu uppfærslu frá verksmiðju. Kortauppfærslurnar hafa ekki áhrif á ábyrgð á leiðsögukerfinu. Kia ber ekki ábyrgð á gæðum kortagagna frá birgjanum Navteq.


(4) Drive Wise tækni

Drive Wise er akstursstoðkerfi sem dregur þó ekki úr ábyrgð ökumanns að gæta fyllsta öryggis við akstur. Ökumaður verður eftir sem áður að miða akstur við aksturshæfni sína, umferðareglur, ástand vega og umferð. Drive Wise tækni býður ekki upp á sjálfakstur bifreiðarinnar. Nánari upplýsingar er að finna í eigandahandbók. 


(5) Coasting guide

Búnaður sem verður fáanlegur síðar. 


(6) Clarif Fi™ tækni

JBL® hljómkerfinu fylgir Clari Fi™ tækni. Stafræn gögn geta horfið þegar skrár eru þjappaðar í MP3 snið. Clari Fi™ tæknin leiðréttir háa/lága tóna sem hafa tapast og bætir hljómgæðin.  


(7) Þráðlaus hleðsla fyrir farsíma 

Þráðlaus hleðsla fyrir farsíma með Qi tækni eða tengi.


(8) Android Auto™ og Apple CarPlay™

Kia Niro verður ein fyrsta gerð Kia með Android Auto™, fyrir Android farsíma 5.0 (Lollipop) eða nýrri. Apple CarPlay™ verður fáanlegt í lok árs 2016 fyrir iPhone 5 eða nýrri gerðir. Bæði kerfi eru með raddstýringu sem gera ökumanni kleift að hafa báðar hendur á stýri og athyglina að umferðinni öllum stundum.

icon_brochure icon_build_yours icon_close icon_contact_dealer icon_minus icon_plus icon_sub_nav icon_test_drive kia-logo-3d icon_gallery_nose icon_arrow-right