360° SJÓNARHORN

01.jpg
02.jpg
03.jpg
04.jpg
05.jpg
06.jpg
07.jpg
08.jpg

17" Aluminium

Available in all editions

Limited Chrome Black

Available in all editions

Hönnun

HÖNNUN SEM GLEÐUR

Picanto er fyrirferðalítill og býr yfir snerpu í akstri og meðhöndlun. Hann er fullkominn borgarbíll. Aksturinn einkennist af mýkt, hvort sem leiðin liggur um þröng stræti borgar og bæja eða hlykkjótta þjóðvegi.

Ljósin á Kia Picanto lýsa þér leiðina. Lokafrágangur af smekkvísi. Linsuþokuljós með dagljósabúnaði. Framljós með linsu og dagljósabúnaði. LED afturljósasamstæða.

Fjörið og notagildið er klæðskerasaumað fyrir þig. Veldu búnað í farþegarýmið sem hentar þér. Þannig getur Picanto endurspeglað þinn persónulega stíl á spennandi hátt þegar þú ert á ferðinni.

Getur smábíll ekki verið rúmgóður? Rangt. Plássið í Picanto kemur nefnilega þægilega á óvart. Fótarými, hæð og hliðarými er ríkulegt. Hiti í stýri og framsætum eykur þægindi og vellíðan.

ÞÆGINDI OG HAGKVÆMNI

Meiri einbeiting og sjálfsöryggi

Kia Picanto þægindi og hagkvæmni

Kia Picanto er orkubolti sem er tilbúinn í allt. Mikið pláss er í fjölbreytilegu innanrýminu sem er með niðurfellanlegum sætum og 255 l farangursrými. Í Picanto er allt það pláss sem nauðsynlegt er í daglegum önnum.

Getur smábíll ekki verið rúmgóður? Rangt. Plássið í Picanto kemur nefnilega þægilega á óvart. Fótarými, hæð og hliðarrými er ríkulegt. Hiti í stýri og framsætum eykur þægindi og vellíðan.

Bakkmyndavél með viðmiðunarlínum Þegar bakkað er inn í bílastæði varpar bakkmyndavélin upp mynd af umhverfinu aftan við bílinn á 7“ skjáinn ásamt viðmiðunarlínum sem aðstoða ökumann að leggja bílnum.

Þægileg lýsing í sólskyggninu sér til þess að útlitið er alltaf í lagi. Sólskyggnið er einfaldlega dregið niður og spegilinn opnaður til að kveikja á lýsingunni. Ljós eru við báðar hliðar spegilsins en líka u-laga stemningslýsing frá botni til beggja hliða.

TENGINGAR

Ávallt tengdur umheiminum

Glæsilegt upplýsinga- og afþreyingarkerfimeð einfaldri leiðsögn um vegakerfið, rauntímaupplýsingum og ýmsu öðru.

Samhæfða farsíma er hægt að hlða þráðlaust á þægilegan hátt. Hleðslusvæðið er þægilega staðsett við framanverðan miðjustokkinn.

TÆKNIUPPLÝSINGAR OG ÖRYGGI

Til móts við óvissuna

Kia Picanto tækniupplýsingar og öryggi

DRIVE WISE tæknin er eins og viðbótaraugu. Hún veitir mikilvægar upplýsingar, m.a. með myndrænum vísbendingum og gerir aksturinn öruggari öllum stundum. DRIVE WISE getur tekið snöggar ákvarðanir og hjálpað ökumanni með þeim hætti að halda öruggri fjarlægð frá öðrum ökutækjum og gangandi vegfarendum, sneitt hjá vandræðum og óvæntum uppákomum og fundið leiðina á áfangastað með yfirvegun.

Part of what makes the all-new Kia Picanto peerless are its upscale features, such as Auto Cruise Control with speed limiter. Use the buttons located at your fingertips to set the desired speed, then let the car keep the pace. The speed limiter function warns you if you exceed a pre-set maximum speed.

Í nýjum Picanto eru öryggispúðar fyrir ökumann og farþega í framsæti, tveir hliðaröryggispúðar að framan og tvö loftpúðagluggatjöld sem veitir farþegum vörn og getur dregið úr alvarleika meiðsla í árekstri.

HAC kerfið kemur í veg fyrir að bíllinn renni aftur á bak þegar hann er kyrrstæður í halla. Kerfið beitir léttri hemlun um leið og ökumaður lyftir fætinum af hemlinum og gefur honum ráðrúm til að færa fótin án flýtis yfir á inngjöfina.

AKSTURSEIGINLEIKAR

Áreiðanlegur bíll

Vélarnar í nýjum Picanto eru áreiðanlegar, sparneytnar og hentugar fyrir borgarakstur.

Í nýjum Picanto er 44% meira af háþróuðu hástyrktarstáli (AHSS) sem og heitvalsaðir hlutir á helstu álagssvæðum. Þetta eykur til muna togstyrk og stífleika yfirbyggingarinnar sem leiðir jafn og þétt til aukins öryggis í farþegarýminu og bættra afkasta í akstri.

ÁBYRGÐ

7 ára ábyrgð

Eigendur Kia Rio búa við þau hlunnindi að bílnum fylgir einstök 7 ára ábyrgð6, þar með talin ábyrgð á rafgeymi. Svo mikla trú höfum við á bílum okkar. Þessu til viðbótar er hægt að flytja ábyrgðina til nýrra eigenda ef bíllinn er seldur.

Kortauppfærslur Kia til 7 ára

Kia ökutækjum með leiðsögukerfi frá verksmiðju fylgir ný, endurgjaldslaus kortauppfærsla einu sinni á ári í sex ár.5 Einstakt tilboð sem tryggir að leiðsögukerfið er alltaf með nýjustu gögn.

Helstu mál

Til að skapa hinn fullkomna Picanto standa fjölmargir kostir til boða. Í boði eru spennandi og glæsilegir litir á yfirbyggingum. Svo má gera útlit nýja bílsins enn glæsilegra með álfelgum sem fást í mörgum gerðum.

TÆKNITÖLUR

TEGUND VÉLAR 1.0 MPI 1.2 MPI
Skipting 5g bsk. 4 þrepa sjsk.
Hám. afköst (hö/sn.mín) 67/5500 84/6000
Hám. tog (Nm/sn.mín)
96/3750 84/6000
Eyðsla í blönduðum akstri frá
3,9 4,5
CO2 frá
89 104
Eiginþyngd kg. til/frá 885/952 913/950

Lagalegir fyrirvarar

(3) Android Auto™ and Apple CarPlay™

Kia Picanto er með Android Auto™, fyrir Android farsíma 5.0 (Lollipop) eða nýrri. Apple CarPlay™ verður fáanlegt í lok árs 2016 fyrir iPhone 5 eða nýrri gerðir. Bæði kerfi eru með raddstýringu sem gera ökumanni kleift að hafa báðar hendur á stýri og athyglina að umferðinni öllum stundum.

(4) DRIVE WiSE tækni

Drive Wise er akstursstoðkerfi sem dregur þó ekki úr ábyrgð ökumanns að gæta fyllsta öryggis við akstur. Ökumaður verður eftir sem áður að miða akstur við aksturshæfni sína, umferðareglur, ástand vega og umferð. Drive Wise tækni býður ekki upp á sjálfakstur bifreiðarinnar. Nánari upplýsingar er að finna í eigandahandbók. 

(5) Sjálfvirkt neyðarhemlunarkerfi sem greinir gangandi vegfarendur

Sjálfvirkt neyðarhemlunarkerfi (AEB) sem greinir gangandi vegfarendur er stoðkerfi sem leysir ökumanninn ekki undan þeirri ábyrgð að gæta fyllsta öryggis í akstri öllum stundum. Ökumaður verður ávallt að miða ökulag sitt að eigin akstursgetu, fara að umferðarreglum og taka mið af veg- og umferðaraðstæðum hverju sinni. AEB kerfið býður ekki upp á sjálfvirkan akstur bifreiðarinnar. Leitið nánari upplýsinga í eigandahandbók.

(6) 7 ára / 150.000 km ábyrgð Kia

7 ára / 150.000 km ábyrgð Kia. Gildir í öllum aðildarlöndum Evrópusambandsins (auk þess í Noregi, Sviss, Íslandi og Gíbraltar), háð skilmálum og skilyrðum í hverju landi.

(7) Uppfærslur á kortum í sjö ár

Hluti af fyrirheitum okkar um gæði eru sex ókeypis kortauppfærslur á hverri Kia bifreið sem er með LG leiðsögukerfi frá verksmiðju. Þetta einstæða tilboð tryggir að leiðsögukerfið styðst ávallt við nýjustu upplýsingar. Tilboðið nær eingöngu til nýrra Kia ökutækja með LG leiðsögukerfi frá verksmiðju sem keypt eru eftir 28. febrúar 2013. Kostnaður getur fallið til vegna vinnu við ísetningu á uppfærslum. 7 ára kortauppfærslukerfið innifelur sex kortauppfærslur þar sem Kia ökutæki koma með nýjustu uppfærslu frá verksmiðju. Kortauppfærslurnar hafa ekki áhrif á ábyrgð á leiðsögukerfinu. Kia ber ekki ábyrgð á gæðum kortagagna frá birgjanum Navteq.

* Staðalbúnaður getur verið mismunandi eftir gerðum

icon_brochure icon_build_yours icon_close icon_contact_dealer icon_minus icon_plus icon_sub_nav icon_test_drive kia-logo-3d icon_gallery_nose icon_arrow-right