360° Sjónarhorn

cee'd SPORTSWAGON
cee'd SPORTSWAGON GT Line
01.jpg
02.jpg
03.jpg
04.jpg
05.jpg
06.jpg
07.jpg
08.jpg

17" Aluminium

Available in all editions

Limited Chrome Black

Available in all editions

Hönnun

Meira rými, meira frelsi

Hver er útkoman þegar verðlaunateymi evrópskra bílahönnuða tvinnar saman sportlegum coupé formlínum og notagildinu í sem felst í langbak? Svarið er Kia cee’d Sportswagon. Hann er hannaður að utan sem innan með urmul eftirsóknarverðra eiginleika og nægu rými fyrir allt sem þarf að hafa með í ferðalagið.

Glæsileg HID Xenon framljós með LED dagljósabúnaði og LED afturljós gera Kia cee'd Sportswagon aðgreinanlegan frá öllum sjónarhornum. Að viðbættri stóru sóllúgunni er ríkir birta jafnt að nóttu sem degi.

Hönnunin heillar í stjórnrýminu í nýjum Kia cee’d Sportswagon sem tekur mið af þörfum ökumannsins. Ökumælaklasinn er klæðskerasaumaður fyrir ökumanninn sem hefur þægilegt aðgengi að öllum stýringum. Hlýlegt skin frá umhverfislýsingunni og fjöldi annarra vel útfærðra atriða skpar andrúmsloft í farþegarýminu sem einkennist af þægindum og vellíðan.

Þægindi og gæði

Upplifun sem heillar

Vekur hughrif með skýrum dráttum

Allt  í nýjum Kia cee’d Sportswagon snýst um fjölhæfni. Nýting á öllu rýminu er skynsamleg. Þar er boðið upp á geymsluhólf í gólfi, stórt farangursrými, Niðurfellanleg sæti og fjöldi smærri, hagnýtra lausna, eins og t.d. lóðrétt brautakerfi í farangursrými sem auðveldar skipulagningu, fyrirkomulag og hleðslu. Farangursrýmið er allt að 1.642 lítrar sem nægir til flestra nota.

Nýr Kia cee’d Sportswagon er hannaður af evrópskum verkfræðingum. Yfir ein milljón eintaka hafa verið smíðuð í hátæknivæddri verksmiðju Kia í Slóvakíu. Nýr Kia cee'd Sportswagon stenst ströngustu væntingar. Það er óhætt að reiða sig á það að gæðin eru eins og þau gerast mest og þægindin ekki síður.

Hágæða efni er notað allstaðar í innanrýminu. Mælaborðið er mjúkt viðkomu og þar er að finna TFT LCD háskerpuskjá sem er þægilegur aflestrar og setur lúxussvip á innanrýmið. Miðjuarmhvílan er stillanleg og ósamhverfur miðjustokkurinn vísar að ökumanni. Við fórum alla leið til þess að gera akstursupplifunina þægilegri en nokkru sinni áður.

Á nýjum Kia cee’d líður þér alltaf eins og heima hjá þér úti á vegunum á nýjum Kia Kia cee'd Sportswagon. Stýrið er með stillanlegan aðdrátt og veltu. Upphitað stýri og framsæti skiptir sköpum á köldum vetrardegi.

Tækni

Hátækni fyrir hágæðalíf

Nýja gervitungla leiðsögukerfið er fullbúið kortum og er með svokallaðri „texta-til-tals“ aðgerð sem les upp götuheitin meðan á akstri stendur.  7“ snertiskjár í lit býður upp á fjölmargar nytsamlegar aðgerðir, allt frá því að kalla fram upplýsingar frá aksturstölvu til leiðsagnar um borgina lið fyrir lið. Einnig birtast á skjánum myndir af umhverfinu aftan við bílinn þegar honum er bakkað.

Til að gera lífið enn einfaldara fylgir cee‘d hagnýtur bílastæðavari. Hann hjálpar ökumanni að finna nothæft bílastæði. Fáanlegur SPAS búnaður getur ennfremur stýrt bílnum inn í bílastæðið sjálfvirkt.

GT Line útfærslan fæst með snjalllyklinum. Ræsirofinn gerir það óþarft að taka lykilinn upp úr vasanum. Kia cee'd Sportswagon veit þegar snjalllykillinn er nærri. Ökumanni dugar að þrýsta á hnapp á hurðinni til að aflæsa henni og til að ræsa vélina nægir að þrýsta á ræsirofann.

Öryggi

Framsækin hugsun og aukið öryggi

Við gerum engar málamiðlanir þegar kemur að öryggisbúnaði Kia cee'd Sportswagon. Stöðugleikakerfi, Vehicle Stability Management, aðstoðar ökumann þegar hann hemlar á kröppum beygjum eða á blautum vegi.  Rafeindastýrð hemlunarátaksdreifing dregur úr líkum á hliðarskriði. Hemlavarinn greinir neyðarhemlun og aðstoðar ökumann við að stöðva ökutækið. Rafeindastýrð stöðugleikastýring beinir réttu hemlunarátaki til hvers hjóls.

Með brekkuvaranum eru þeir dagar liðnir þegar bíllinn rann aftur á bak þegar tekið var af stað upp brekku. Þegar tekið er af stað upp halla viðhelst hemlunarátakið í tvær sekúndur meðan fóturinn er færður af hemli yfir á inngjöf. Þetta kemur í veg fyrir að bíllinn renni aftur á bak.

Sérstaklega styrkt yfirbygging nýs Kia cee‘d Sportswagon er með samtengdum vindingsstöngum sem stuðla að hámarks stöðugleika og högggleypni. Bíllinn er einnig með sex öryggispúðum, 2 frampúðum, 2 hliðarpúðum og 2 loftpúðatjöldum. Kia cee'd Sportswagon ver þig og þína frá öllum hliðum í neyðartilvikum.

vélar og gírskiptingar

Allt sem gerir aksturinn fágaðan

Þriggja strokka bensínvél með beinni innsprautun og forþjöppu (100 hö) er ný viðbót við spennandi vélarlínu. Hún er sparneytin en um leið afar viðbragðsþýð. CO2 losun er í lágmarki en hámarkssnúningsvægið engu að síður 172 Nm. Þetta er afkastageta sem einungis forþjöppuvél er fær um.

Í boði er 7 þrepatveggja kúplinga gírskipting sem býr yfir því besta úr báðum heimum, beinskiptingar og sjálfskiptingar. Gírskiptingin er hröð, snurðulaus og orkusparandi. Upplifa má sportlega takta í skiptingum með gírskiptiflipunum í stýrinu.

cee'd Sportswagon GT Line

Þar sem löngun og spenna mætast

Sýndu á þér sportlegu hliðina á Kia cee‘d Sportswagon  GT Line. Hann kemur á sportlegri fjöðrun og með skemmtilegri 1.6 CRDi dísilvél (136 hö). Þessu til viðbótar fylgir margvíslegur GT Line búnaður sem gerir bílinn vel búinn undir sportlegan akstur. Það er fíngerð lína á milli þráar og adrenalínsflæðis.


Kraftaleg yfirbygging Kia cee‘d Sportswagon GT Line var hönnuð fyrir djarfhuga ökumenn. Sportstuðarar, tvöfalt pústkerfi með krómáferð, sílsalistar og LED afturljós með áberandi GT Line merkinu á afturhleranum - allt á þetta sinn þátt í spennandi og sportlegu útliti bílsins. Til að fullkomna myndina kemur hann á nýlega hönnuðum 17“ álfelgum. GT Line er með GT kjarnsýrur í blóðinu og þú munt smitast af því.

Innanrými  Kia cee'd GT Line er sportlegt í takt við spennandi afkastagetu og djörf formin að utan. Eingöngu í GT Line er að finna skrautsauma í áklæðum hvarvetna í farþegarýminu sem skapar sportlega stemningu. Ekki dregur stýrið úr þeirri tilfinningu, sem er með götuðu leðri og bíður þess að tekið sé á því, eða inngjöf úr áli sem bíður þess að stigið sé á sig.  Hreinræktuð sportupplifun, hreint adrenalínflæði. Þannig er GT Line.

Ábyrgð

Fimm stjörnu Euro NCAP útkoma

Það sýnir afburða stöðu Kia í öryggismálum að Optima hlaut nýlega fimm stjörnur í árekstrarprófun Euro NCAP.

7 ára ábyrgð á öllum Kia

Eigendur Kia cee'd Sportswagon njóta góðs af einstæðri 7 ára ábyrgð. Ábyrgðin sýnir hve mikla trú við höfum á bílum okkar. Ábyrgðin er einnig yfirfæranleg á nýja eigendur.

HELSTU MÁL

LENGD, BREIDD, HÆÐ

Mikil alúð hefur verið lögð í hönnun og smíði hvers einasta hönnunaratriðis í nýjum Kia cee‘d. Hér er yfirlit yfir nákvæm mál á yfirbyggingunni.

TÆKNITÖLUR

TEGUND VÉLAR 1.0L T-GDI Petrol 100PS or 120PS Ull 1.4L Diesel 90PS Ull 1.6L Diesel 136PS
Vélargerð
T-GDI three-cylinder MLA 12-valve
WGT four-cylinder DOHC 16-valve
VGT four-cylinder DOHC 16-valve
Slagrými (cc)
998
1,396
1,582
Hámarksafl (hö/sn.mín) 100/120/6,000
90/4,000
136/4,000
Hámarkstog (kg.m/sn.mín) 17.5/1,500-4,000
24.5/1,500-2,500
28.6/1,500-2,500
Hámarkshraði (km/klst) 182/187
172
194
Beinskipting 6-speed
6-speed
6-speed
Sjálfskipting     7-speed
icon_brochure icon_build_yours icon_close icon_contact_dealer icon_minus icon_plus icon_sub_nav icon_test_drive kia-logo-3d icon_gallery_nose icon_arrow-right