360° Sjónarhorn

01.jpg
02.jpg
03.jpg
04.jpg
05.jpg
06.jpg
07.jpg
08.jpg

17" Aluminium

Available in all editions

Limited Chrome Black

Available in all editions

HÖNNUN

Fullkomnun allra atriða

Hver er útkoman þegar verðlaunað, evrópskt hönnunarteymi tvinnar saman sportlegri coupé hliðarlínu og notagildi 5 dyra bíls? Nýr Kia cee’d. Hlaðinn glæsilegum búnaði jafnt að utan sem innan þannig að það kemst einungis eitt að í huga þér: Setjast undir stýri og aka.

Hágæða framljós með  LED dagljósabúnaði og LED afturljós gefa Kia cee‘d framúrskarandi útlit frá öllum sjónarhornum.  Að viðbættri stóru sóllúgunni geturðu gengið að birtunni vísri, jafnt að nóttu sem degi.

Stjórnrýmið í nýjum Kia cee’d er sérsniðið fyrir ökumanninn og hönnun þess heillar. Glæsilegur ökumælaklasinn var aðlagaður þörfum ökumanns og allt aðgengi að upplýsingum er einfalt og þægilegt. Hlý birta umhverfislýsingarinnar ásamt úthugsuðum hönnunaratriðum skapa hágæða stemningu í innanrýminu sem þú átt eftir að falla fyrir.

Þægindi og gæði

Útlit og tilfinning sem heillar

Nýr Kia cee´d er hannaðar af evrópskum verkfræðingum. Þegar hafa verið framleiddir yfir ein milljón bíla í hátæknivæddri verksmiðju Kia í Slóvakíu. Nýr Kia cee‘d uppfyllir ströngustu gæðakröfur.  Þú getur því reitt þig á að hann er hágæðavara og með meiri þægindum en nokkru sinni fyrr.

Hágæðaefni er hvarvetna í innanrýminu. Mælaborðið er mjúkt viðkomu og háskerpu TFT LCD skjár er þægilegur aflestrar. Miðjuarmhvílan er stillanleg og ósamhverfur miðjustokkurinn vísar að ökumanni. Allt var gert til að ökumaður upplifi meiri akstursþægindi en nokkru sinni áður.

Í nýjum Kia cee‘d líður þér alltaf eins og heima hjá þér. Í EX útfærslunni er rafstýrt ökumannssætið er með minni fyrir tvær stillingar og stýrið er með aðdrætti og veltu. Upphitun er í stýri og framsætum. Á heitum sumardögum er nútímalegt, tveggja svæða loftfrískunarkerfið innan seilingar.

Sportlegur að utan og rúmgóður að innan. Nýr Kia cee‘d er allt í senn. Snjöll nýting á innanrými skapar nóg rými fyrir ökumann og farþega til ferðast í meiri þægindum en nokkru sinni. Jafnvel farangursrýmið er eitt hið rýmsta í stærðarflokknum.

ÖRYGGI

Framsækin hugsun og öryggi

Við gerum engar málamiðlanir varðandi öryggisbúnaði í Kia cee’d. Stöðugleikastýring undirvagns aðstoðar ökumann þegar hann þarf að hemla í þröngum beygjum eða á hálum vegum. Rafeindastýrða hemlunarátaksdreifingin dregur úr líkum á hliðarskriði. Hemlavarinn greinir þegar neyðarhemlun á sér stað og aðstoðar ökumann. Rafeindastýrða stöðugleikastýringin beinir réttu vélarátaki til hvers hjóls.

Með brekkuvaranum er sú tíð liðin að bíllinn renni aftur á bak þegar tekið er af stað í brekku. Í  brekku helst hemlunarátakið í tvær sekúndur eftir að stigið er af hemlinum og fóturinn færður yfir á inngjöfina. Þetta kemur í veg fyrir að bíllinn renni aftur á bak.

Staðalbúnaður í nýjum Kia cee’d er öryggisbúnaður sem nær til fjölmargra þátta. Hann kemur með öryggispúðum fyrir ökumann, framsætisfarþega, tveimur hliðaröryggispúðum og tveimur hliðarloftpúðatjöldum ásamt hnjápúða fyrir ökumann – búnaður sem verndar ökumann og farþega í árekstri. Þessu til viðbótar er sérstyrkt yfirbyggingin léttari, sterkari og öruggari en áður.

VÉL OG GÍRSKIPTING

Allt sem gerir aksturinn fágaðan

Ný þriggja strokka bensínvél með forþjöppu er nýjasta viðbótin við vélarlínuna (100). Hún er sparneytin og býr um leið yfir mikilli snerpu. Losun CO2 er í lágmarki en snúningsvægið er engu að síður 172 Nm. Afkastageta sem einungis forþjöppuvél getur skilað. Rétt, þetta er forþjöppuvél.

7-DCT tveggja kúplinga gírskiptingin er sjálfvirk beinskipting.  Hún býr yfir mýkt í hröðun því hún er laus við hikið sem fylgir skiptingum beinskiptra gírkassa og jafnvel sumum sjálfskiptingum. Hún býr yfir bestu kostum beinskiptingar og sjálfskiptingar og býður upp á snerpu í akstri og meiri sparneytni.

Kia cee’d er lausnarmiðaður nú sem fyrr. Hann slekkur með sjálfvirkum hætti á vélinni þegar stigið er af kúplingunni á umferðarljósum. Þegar haldið er af stað ræsir vélin sig á ný. Ein skilvirkasta aðferðin til þess að spara eldsneyti í borgarakstri.

cee'd GT line

Aukin þrá og löngun

Kynntu þér sportlegu hliðina á Kia cee‘d GT Line. Hann kemur á sportlegri fjöðrun og með 1.6 CRDi dísilvél (136 hö). Þessu til viðbótar fylgir margvíslegur GT Line búnaður sem gerir bílinn vel búinn undir sportlegan akstur. Það er fíngerð lína á milli þráar og adrenalínsflæðis.

Kraftaleg yfirbygging Kia cee‘d GT Line var hönnuð fyrir djarfhuga ökumenn. Sportstuðarar, tvöfalt pústkerfi með krómáferð, sílsalistar og LED afturljós með áberandi GT Line merkinu á afturhleranum - allt á þetta sinn þátt í spennandi og sportlegu útliti bílsins. Til að fullkomna myndina kemur hann á nýlega hönnuðum 17“ álfelgum. GT Line er með GT kjarnsýrur í blóðinu og þú munt smitast af því.

Innanrými  Kia cee'd GT Line er sportlegt í takt við spennandi afkastagetu og djörf formin að utan. Eingöngu í GT Line er að finna skrautsauma í áklæðum hvarvetna í farþegarýminu sem skapar sportlega stemningu. Ekki dregur stýrið úr þeirri tilfinningu, sem er með götuðu leðri og bíður þess að tekið sé á því, eða inngjöf úr áli sem bíður þess að stigið sé á sig.  Hreinræktuð sportupplifun, hreint adrenalínflæði. Þannig er GT Line.


Ábyrgð

Euro NCAP five-star safety rating

Proving its outstanding safety record, the Kia cee’d 5 door was recently awarded the prestigious five-star Euro NCAP award.

7 ára ábyrgð

Kia cee‘d hefur staðist strangar prófanir á áreiðanleika og endingu. Við erum stoltir að bjóða hann með okkar einstöku ábyrgð eins og allar aðrar gerðir Kia. Öllum gerðum Kia fylgir 7 ára/150.000 km ábyrgð (ótakmarkaður akstur fyrstu 3 árin, upp að 150.000 frá 4 ári).

HELSTU MÁL

Lengd, breidd, hæð

Mikil alúð hefur verið lögð í hönnun og smíði hvers einasta hönnunaratriðis í nýjum Kia cee‘d. Hér er yfirlit yfir nákvæm mál á yfirbyggingunni.

TÆKNITÖLUR

TEGUND VÉLAR 1.0L T-GDI Petrol 100PS or 120PS Ull 1.4L Diesel 90PS Ull 1.6L Diesel 110PS or 136PS
Hámarksafl (hp/rpm) 100/6,000
90/4,000
136/4,000
Slagrými (cc)
998
1,396
1,582
icon_brochure icon_build_yours icon_close icon_contact_dealer icon_minus icon_plus icon_sub_nav icon_test_drive kia-logo-3d icon_gallery_nose icon_arrow-right