RED DOT hönnunarverðlaun

RED DOT verðlaunin: Fjórar viðurkenningar það sem af er árinu 2013
Hönnunarteymi Kia hefur unnið til fjögurra virtra verðlauna í „red dot“ hönnunarsamkepnninni, þar á meðal „Bestur þeirra bestu“ fyrir nýjan Kia pro_cee'd í flokki vöruhönnunar. Fimm dyra Kia cee’d, cee’d Sportswagon og Carens fjölnotabíllinn fengu verðlaun „Sigurvegara“. Þetta eru önnur verðlaun Kia pro_cee'd en hann hlaut iF vöruhönnunarverðlaunin í nóvember 2012.  Með þessum fjórum viðurkenningum núna er heildarfjöldi verðlauna Kia í red dot samkeppninni orðinn 10 frá árinu 2010. Áður höfðu Kia Soul, Venga, Sportage og Optima hlotið viðurkenningu og sá síðastnefndi var valinn „Bestur þeirra bestu“. Á síðasta ári hlutu síðan fimm dyra Kia Rio og Kia Picanto verðlaun red dot.

„Hin eftirsóttu red dot verðlaun eru enn ein staðfesting á stefnu Kia um framleiðslu á hágæðavöru í hæstu hönnunargæðum sem jafnframt búa yfir lágmarks umhverfisáhrifum og einstöku verðgildi.“ 
Thomas Oh, aðstoðarframkvæmdastjóri og aðalrekstrarstjóri.

„Við erum afar stolt af red dot verðlaununum. Þau eru frábær umsögn um alþjóðlegt hönnunarteymi okkar.“ 
Peter Schreyer, Aðalhönnuður Kia.

red dot verðlaunin: Gæðastimpill fyrir vöruhönnun

Hönnunarmiðstöð Norður Rín-Vestfalíu efndi til red dot hönnunarsamkeppninnar árið 1955. Samkeppnin er nú ein sú mikilvægasta sem haldin er í heiminum. Þessi alþjóðlegi gæðastimpill nær yfir flokka „vöruhönnunar“, „samskiptahönnunar“ og „hönnunar vöru á hugmyndastigi og frumgerða“. Að þessu sinni tóku 1.865 framleiðendur frá 54 löndum þátt í samkeppninni og lögðu fram 4.662 vörur fyrir dómnefndina. Hún er skipuð 37 mönnum og meta þeir vörurnar út frá níu mælikvörðum, þar á meðal nýjungum, skýrleika í notkun, formrænum gæðum og sjálfbærni. Afhending verðlaunanna fór fram í Aalto-Musik leikhúsinu í Essen 1. júlí 2013.

Kia cee'd fjölskyldan og Carens: Aðlaðandi valkostir i flokki minni bíla

Kia cee’d fjölskyldan kom fyrst á markað í Evrópu árið 2007 og hefur nú komið sér vel fyrir í C-flokki fólksbíla. Þrennra dyra Kia pro_cee'd stóð uppi sem sigurvegari í flokknum „Bestur þeirra bestu“ í red dot hönnunarsamkeppninni 2013. Hann státar af nýju, kraftalegu útliti sem aðgreinir hann frá fimm dyra gerð bílsins. Hann er einstaklega vel útbúinn og með ríkulegum staðalútbúnaði. Hann er boðinn með tveimur gerðum dísilvéla, (1,4 lítra og 1,6 lítra), og tveimur gerðum bensínvéla, (1,4 lítra og 1,6 lítra), allt að 135 hestafla og með koltvísýringslosun sem fer allt niður fyrir 100 gr/km.

Kia Carens er nýr, fjölskylduvænn fjölnotabíll sem byggir á frábæru notagildi og breytileika fyrri gerðar og kemur nú með nýju, glæsilegu útliti. Nýr Carens er boðinn með ríkulegum staðalbúnaði sem vekur athygli, jafnt í fimm og sjö sæta gerðum bílsins. Þar má nefna hluti eins og loftfrískunarkerfi, frábært hljómkerfi, fjölaðgerðastýri, hraðastilli og LED dagljósabúnað. Carens er fáanlegur með tveimur gerðum bensínvéla, (1,6 lítra og 2,0 lítra), og 1,7 lítra dísilvél með forþjöppu. Aflúttakið nær frá 135 til 166 hestöflum og CO2-losun er frá 124 gr/km.


Kia hlaut tvær viðurkenningar fyrir Picanto og Rio árið 2012 í red dot hönnunarsamkeppninni


Kia Picanto og Rio stóðu uppi sem sigurvegarar í flokki „Vöruhönnunar“ árið 2012 þar sem 1.800 framleiðendur frá 58 löndum lögðu fram 4.500 vörutegundir úr hinum ýmsu framleiðsluflokkum. Alþjóðleg dómnefnd, skipuð afar virtum sérfræðingum á sviði hönnunar, voru ábyrgir fyrir valinu. Þeir gaumgæfðu vörurnar og prófuðu þær í þaula. Sigurvegarnir voru valdir út frá nýjungum sem fólust í vörunni, notagildi, vinnuvistfræðilegrar hönnunar, áreiðanleika og endingar, umhverfislegrar sjálfbærni og einfaldleika í notkun. Einungis framleiðsluvörur í hæstu hönnunargæðum eru gjaldgengar í red dot hönnunarsamkeppnina.

Kia hlaut tvær viðurkenningar í red dot hönnunarsamkeppninni árið 2011: fyrir Kia Sportage og Kia optima.

Nýr Sportage og Kia Optima heilluðu dómnefnd Red Dot hönnunarsamkeppninnar árið 2011. Alls tóku um 1.700 fyrirtæki frá 60 löndum þátt í samkeppninni að þessu sinni. Auk þess að taka mið af hönnun leit hin alþjóðlega dómnefnd samkeppninnar einnig til þátta eins og nýjunga, notagildis, vinnuvistfræði, endingar, umhverfishæfni og notendaviðmóts.

Kia Sportage hlaut hin eftirsóttu red dot verðlaun og er hönnun hans talin grundvallarbreyting í hönnun minni jepplinga. Hönnun hans felur í sér nýja sjónræna nálgun Kia vörumerkisins og inniheldur alla grunnþætti í hönnun jeppa, (kraftalegt útlit, ríkulega veghæð, háa sætastöðu og tilfinningu fyrir styrk og öryggi), ásamt glæsilegum  formlínum með tilvísun til umheimsins og stórborganna. Rúmgott farangursrýmið, sem er jafn kraftalegt og glæsilegt og útlitshönnun að utanverðu, veitir öllum sem ferðast í bílnum öryggi á háu stigi.

Hönnunarteymi Kia í Frankfurt, Þýskalandi, og Irvine, Kaliforníu, hannaði Optima undir leiðsögn Peter Schreyer, yfirhönnuðar Kia. Nýr Kia Optima kom fyrst á markað í Evrópu á síðari hluta árs 2011. Hann vann til hæstu verðlauna í samkeppninni því hann varð efstur í flokknum Sá besti til þessa. Verðlaunin eru vottun um tímamótahönnun sem einungis hlotnast framúrskarandi vörum í þessum flokki.

Í Optima er nýrri einkennishönnun Kia merkisins viðhaldið með glæsilegum formlínum og flæðandi hliðarlínu. Bíllinn er 4,85 metrar á lengd og 1,83 metrar á breidd og ber með sér yfirbragð sjálföryggis og kraftalegra eiginleika lúxusbíls. Dómnefndin hreifst einnig af langri og flatri þaklínu bílsins og skýrra og glæsilegra hönnunardrátta á afturhlutanum. Einnig hafði þægilegt innanrými, nýhannaðar og aflmiklar vélar og einstök sparneytni mikið vægi í mati dómnefndarinnar, ekki síður en tímamótahönnun á yfirbyggingu bílsins. 

 

cee'd myndasafn

Smelltu á litlu myndina til að stækka hana.
 

pro_cee'd myndasafn

Smelltu á litlu myndina til að stækka hana
 

cee'd Sportswagon myndasafn

Smelltu á myndina til að stækka hana
 

Carens myndsafn

Smelltu á litlu myndina til að stækka hana.
 

Rio myndasafn

Smelltu á myndina til að stækka hana
 

Picanto

Smelltu á myndina til að stækka hana
 

Sportage myndasafn

Smelltu á litlu myndina til að stækka hana.
 

Optima myndasafn

Smelltu á litlu myndina til að stækka hana.