Kia Sportage

Sportage

Kia Sportage er kominn í nýrri útfærslu með breyttu útliti, enn betri hljóðeinangrun og fleiri skemmtilegum endurbótum og nýjungum. Hann er öflugur sportjeppi sem kemur þér þangað sem þú ætlar þér, sumar sem vetur. Hann er fáanlegur beinskiptur og sjálfskiptur, er umhverfismildur og eyðir frá 5,7 l./100 km í blönduðum akstri.

Kia Sportage hefur hlotið fjölda viðurkenninga, m.a. hin virtu Red Dot hönnunarverðlaun.

Kia verksmiðjurnar þekkja gæði eigin framleiðslu. Þess vegna eru allir nýir Kia bílar með sjö ára ábyrgð, sem er lengsta ábyrð sem bílaframleiðendur veita.

100 % ánægja

Nýr Kia Sportage stendur undir stórum fyrirheitum: að höfða bæði til skynsemi þinnar og löngunar. Þú laðast strax að útliti bílsins og fyrirheitin sem hann gefur um annað eru endanleg. Þessi fyrirheit eru ekki orðin tóm. Þau eru byggð á staðreyndum. Reynslan sýnir að bílar okkar eru svo vandaðir að gerð að við getum, einir allra bílaframleiðenda, boðið 7 ára ábyrgð á öllum gerðum Kia. Ábyrgðin gildir sem fyrr segir í 7 ár eða að 150.000 eknum kílómetrum. Fyrstu þremur árum ábyrgðarinnar fylgir ótakmarkaður akstur. En að öllum líkindum þarftu reyndar ekki á okkar einstöku ábyrgð að halda. Ábyrgðin felur samt í sér fullkomið áhyggjuleysi í 7 ár. Í 2.555 daga og nætur geturðu sinnt hugðarefnum sem skipta þig miklu meira máli.