Kia Sportage

Sportage

Nýr Kia Sportage er óyggjandi sönnun þess að fyrstu viðkynnin skipta mestu máli. Þessi föngulegi sportjeppi hættir aldrei að koma á óvart – hvert sem leið þín liggur og hverjar sem aðstæðurnar eru. Fyrir utan útlit, sem hrópar á athygli, er hann fullgildur jeppi og tekst með stolti á við hvaða akstursskilyrði sem er, utan sem innan borgarinnar. Þessu til viðbótar er Sportage með allan þann þægindabúnað og fjölhæfni sem fólk á að venjast í venjulegum fólksbílum.

100 % ánægja

Nýr Kia Sportage stendur undir stórum fyrirheitum: að höfða bæði til skynsemi þinnar og löngunar. Þú laðast strax að útliti bílsins og fyrirheitin sem hann gefur um annað eru endanleg. Þessi fyrirheit eru ekki orðin tóm. Þau eru byggð á staðreyndum. Reynslan sýnir að bílar okkar eru svo vandaðir að gerð að við getum, einir allra bílaframleiðenda, boðið 7 ára ábyrgð á öllum gerðum Kia. Ábyrgðin gildir sem fyrr segir í 7 ár eða að 150.000 eknum kílómetrum. Fyrstu þremur árum ábyrgðarinnar fylgir ótakmarkaður akstur. En að öllum líkindum þarftu reyndar ekki á okkar einstöku ábyrgð að halda. Ábyrgðin felur samt í sér fullkomið áhyggjuleysi í 7 ár. Í 2.555 daga og nætur geturðu sinnt hugðarefnum sem skipta þig miklu meira máli.