Kia Soul EV

Soul EV

Nú er rétti tíminn til að vera á undan sinni samtíð. Velkomin til framtíðarinnar með nýjum Kia Soul EV, 100% rafknúnum bíl með mikla akstursdrægni, djarft útlit og einstakt rými. Soul EV sækir útlit sitt til fyrirrennarans en lætur ekki þar við sitja. Hann er í boði í margvíslegum litaútfærslum, með LED dagljósabúnaði og fagurlega hönnuðum fram- og afturljósum. Soul EV er fyrsta bifreiðin frá Kia sem gengur eingöngu fyrir rafmagni og er mengunarlaus. Nú geturðu látið draum þinn rætast.

Nýr Soul EV er afar þægilegur í akstri og öll stjórntæki innan seilingar. Hann státar bæði af góðu togi og viðbragði. Hann er fljótur upp í hundraðið og nær 145 km hámarkshraða. Akstursdrægnin er 212 km* og hann gefur engan útblástur frá sér í akstri og losar því engan koltvísýring út í andrúmsloftið. Nákvæm og mjúk svörun, lágur þyngdarpunktur og veghljóð tryggja öruggan og þýðan akstur. Farþegarnir kunna að meta þægindin og ökumaðurinn kynnist nýrri gerð svörunar.