Kia Soul

Soul

Undirvagn og aflrás

Stærsta tæknilega áskorunin við smíði nýs Soul er aðlögun hans að splunkunýjum undirvagni sem byggður er á sama grunni og nýjasta kynslóð Kia cee'd. 66% endurhannaðrar yfirbyggingarinnar er nú gerð úr ofurstyrktar- eða hástyrktarstáli með enn meiri styrk í tengibitum í vélarhlíf, efri og neðri hluta B-hurðapósta og á milli C-hurðarpóstanna. Niðurstaðan er sú að stífleiki yfirbyggingarinnar er 29% meiri en í fyrri gerð bílsins. Með notkun ofurstyrktarstáls tókst að gera A-hurðarpóstana 20 mm þynnri sem eykur mjög útsýni fram á veginn.

Að framan er MacPherson gormafjöðrun sem nú er uppsett á undirramma með fjórum fóðringum, (engar fóðringar voru í fyrstu kynslóð Soul). Með þessu eykst einangrun fyrir titringi inni í farþegarýminu og það dregur úr grófgerðum hreyfingum. Stýrisvélin hefur verið færð framar sem eykur svörunin og dregur úr átökum sem koma á stýrið. Höggdeyfarnir að aftan eru lengri og eru uppsettir í lóðréttri stöðu. Þeir búa yfir meiri fjöðrunarlengd og meiri vinnslumýkt sem stuðlar að meiri þægindum.

Með sterkari yfirbyggingu ásamt endurbótum á fjöðrunarkerfinu hefur verkfræðingum Kia tekist að skapa umtalsvert fágaðra ökutæki með bættum aksturseiginleikum og fjöðrunareiginleikum.

Í boði eru nýjustu gerðir 1,6 lítra GDI bensínvéla og CRDi dísilvéla Kia og val er um sex gíra beinskiptingu eða sex þrepa sjálfskiptingu.

Kia Soul árgerð 2014 er lítið eitt stærri en fyrirrennarinn. Hann er alls um 20 mm lengri, 4.140 mm, og hjólhafið er sömuleiðis 20 mm lengra, 2.570 mm. Nýr Soul er einnig 15 mm breiðari, 1.800 mm, en hæðin er sú sama og í fyrri gerð, 1.610 mm. Með aukinni lengd og breidd tókst að auka notagildi innannrýmisins umtalsvert. Opnunin í farangursrýmið er nú 60 mm breiðari sem bætir aðgengið að enn stærra farangursrými. Það hefur stækkað um 4%, í alls 354 lítra með sæti í uppréttri stöðu og viðbótar geymslurými er undir gólfinu.

Endurbætt innrétting

Ökumaður og farþegar í nýjum Soul njóta þess nú að farþegarýmið er mun hljóðlátara, val á áklæðum og efnum í hærri gæðaflokki og hljóðeinangrunin er mun betri en í fyrri gerð bílsins. Hljóð sem berst inn í farþegarýmið er um það bil þremur desíbelum lægra.

Farþegarýmið er sömuleiðis stærra. Fótarými í framsætum er 20 mm meira, lofthæð 5 mm meiri og axlarými allt að 7,5 mm meira. Fótarými í aftursætum hefur einnig aukist, um 5 mm. Aðgangshæð í nýjum Soul er nú 5 mm lægri sem auðveldar það að setjast inn í og fara út úr bílnum. Mjaðmahæð í sætum er nú 12 mm lægri, jafnt í framsætum sem aftursætum.

Val er um einlita og tvílita innréttingu með svartri, brúnni og grárri leðurklæðningu eða tauáklæði. Með nýjum innréttingapökkum er einnig hægt að fá hluta innréttinga í bláu, rauðu og appelsínugulu hágljáandi efni.

Búnaður og lúxusviðbætur  

Úrval nýs lúxusbúnaður verður fáanlegur í Soul 2014 í Evrópu sem gerir bílinn enn eigulegri. Þar má meðal annars nefna LED ljós að framan og LED „halo ljós“ að aftan, HID framljós, lykillaust aðgengi og ræsihnapp, sjálfvirkt loftfrískunarkerfi, hraðastilli, leðurskreytingar á sætum, kælingu í framsætum, upphitun í fram- og aftursætum, stóra sóllúgu og upphitun í hliðarspeglum. Einnig verður Soul fáanlegur með hátæknivæddu samskiptakerfi þar sem horft er til framtíðar með vali um Infinity hljómtækjum sem eru sérstaklega hönnuð fyrir nýjan Soul.

Hægt er að panta nýjan Kia Soul með margháttuðum öryggis- og þægindabúnaði sem gefur honum yfirbragð mun stærri bíls. Búnaðurinn sem um ræðir er meðal annars Aðalljósavari, High Beam Assist, sem nú er boðinn í fyrsta sinn í Kia í Evrópu, Bílastæðavari, Smart Parking Assist System, sem nú býður upp á samsíða bílastæðalögn, og Akreinavari, Lane Departure Warning System.