SOUL

Stærsta tæknilega áskorunin við smíði nýs Soul er aðlögun hans að splunkunýjum undirvagni sem byggður er á sama grunni og nýjasta kynslóð Kia cee'd. 66% endurhannaðrar yfirbyggingarinnar er nú gerð úr ofurstyrktar- eða hástyrktarstáli með enn meiri styrk í tengibitum í vélarhlíf, efri og neðri hluta B-hurðapósta og á milli C-hurðarpóstanna. Niðurstaðan er sú að stífleiki yfirbyggingarinnar er 29% meiri en í fyrri gerð bílsins. Með notkun ofurstyrktarstáls tókst að gera A-hurðarpóstana 20 mm þynnri sem eykur mjög útsýni fram á veginn.

Nánar