Kia Sorento

Sorento

Ef þú ert að leita að sterkbyggðum jeppa með mikilli akstursgetu er Sorento fullkominn valkostur. Ertu að leita að nútímalegri og fágaðri hönnun? Miklum þægindabúnaði og mýkt í akstri? Sorento býr líka yfir þessum kostum. Þú munt sjá að þessi fjölhæfi sportjeppi uppfyllir þarfir fólks með ólíkan lífsstíl.


Valkostur sem ekki verður litið framhjá

Nýr sterkbyggður Sorento er í eðli sínu öruggt skjól. Hann státar af nýrri, þyngdarsparandi framleiðsluaðferð með stífri yfirbyggingu sem eykur öryggi farþega í árekstrum. Hann er búinn nýjum, virkum öryggisbúnaði af margvíslegu tagi, eins og t.d. virkri öryggisvörn í vélarhlíf sem dregur úr líkum á höfuðmeiðslum gangandi vegfarenda, sem tryggir honum stöðu á meðal þeirra fremstu þegar kemur að árekstrarvörnum.