Kia Rio

Kraftalegt útlit

Nýr Kia Rio er fyrst og fremst skemmtilegur bíll í akstri. Svörun hans veitir þér ánægju í öllum beygjum og á öllum vegum. Í boði eru fjórar gerðir véla sem allar eru einstaklega sparneytnar. Enn ein ástæðan til þess að njóta akstursins til fulls.

Vekur hvarvetna athygli

Nýr Kia Rio vekur hvarvetna mikla athygli og aðdáun enda hefur hann upp á margt að bjóða. Hann er með meiri tækni- og þægindabúnaði en menn eiga að venjast í þessum stærðarflokki. Auk þess er hann með nýjustu gerð hljómtækja og öryggisbúnaðar og er þar fyrir utan ódýr í rekstri. Ástæðan er sú að eldsneytisnotkunin er í algjöru lágmarki og C02-losun er aðeins 85 gr/km. Þetta allt, ásamt hinni einstöku 7 ára ábyrgð Kia, auðveldar valið til muna.

Rio er fullkomin viðbót inn í líf þitt, sama hver áformin eru. Í fyrsta lagi er farangursrýmið 288 lítrar sem dugar fyrir allan farangurinn. Svo er hægt að fella aftursætin niður í hlutföllunum 60:40 til að skapa enn meira farangursrými. Auk þess er nóg af geymsluhirslum fyrir smærri hluti, sem hægt er að geyma þar á öruggan hátt og innan seilingar.