Kia Picanto

Urrandi góður

Picanto býr yfir fágun og þægindum sem er yfirleitt ekki að finna í þessum stærðarflokki. Hann er líka með umhverfisvænni vélartækni og C02 útblæstri allt niður í 90 gr/km. Picanto er því einn umhverfismildasti bíll í sínum stærðarflokki. Þú átt líka eftir að uppgötva að Kia Picanto er hlaðinn spennandi búnaði sem á eftir að vekja undrun þína og annarra á leið þinni um borgina.

Smáatriði sem standa upp úr

Peter Schreyer, yfirhönnuður Kia, hafði alla tíð stefnt að því að hanna bíl sem geislar af sjálfstrausti. Smæðin er n�ja stærðin. Einkennandi vatnskassahlíf Kia slær tóninn fyrir einkar spennandi heildaryfirbragð. Ómissandi þáttur í því er t.d. LED dagljósabúnaðurinn og sportlegur framstuðarinn.

Sterk formlína eftir endilöngum bílnum og áhrifarík LED afturljósin draga enn betur fram jafnvægið sem ríkir í öllum hlutföllum bílsins. Afraksturinn er sterk og ákveðin nærvera.