Optima

Nýr Kia Optima er eins og falleg gjöf sem vekur spennu og eftirvæntingu. Og það verður enginn fyrir vonbrigðum að fá hana. Hvað finnst þér til dæmis um það að í pakkanum fylgir ríkulegur staðalbúnaður sem menn eiga einungis að venjast í lúxusbílum en samt án verðmiðans sem þeim fylgja? Þú finnur það allt í þessum fallega fólksbíl frá Kia; nýjustu gerð af sparneytinni vélartækni, öryggisbúnað af bestu gerð og mesta fótarýmið í þessum stærðarflokki. En þetta er aðeins upphafið á gifturíkri vegferð. 

Kia Optima gerir þér kleift að leggja þitt af mörkum til umhverfisins. Hann er búinn margvíslegum tæknibúnaði sem miðar að því að draga úr eldsneytisnotkun og útblæstri. Við leggjum ríka áherslu á lausnir sem stuðla að umhverfisvernd. Lokamarkmið Kia er að framleiða umhverfismildasta og sparneytnasta bíl sem um getur sem ekki er rafknúinn. Innan tíðar verður Optima fáanlegur í hybrid-útfærslu í Evrópu. Hvarvetna í framleiðsluferlinu er stuðst við ströngustu mengunarvarnir og viðmið um endurvinnslu.