Ceed

Gleymum daglegu amstri um stund og njótum þess óvænta í lífinu. Eins og nýrrar kynslóðar Kia cee'd. Þessi einstaklega glæsilegi hlaðbakur tvinnar saman sportlegar línur og mikið notagildi í daglegri notkun. Hann felur í sér spennandi hönnun og hágæða smíði. Hann býr yfir djörfung í formi, mörgum nýjungum og miklu innanrými sem tekur mið af mismunandi aðstæðum. Það er af svo mörgu að taka - nýttu þér það til fulls.

Hönnun hvers einasta smáatriðis á utanverðum bílnum hefur það markmið að gleðja augað og uppfylla um leið kröfur sem gerðar eru um hámarks loftflæði.  Dæmi um þetta er líka botnplata bílsins sem er eins flöt og framast er unnt. Við höfum hannað stærri vindkljúf og kynnt til sögunnar nýja formlínu í afturljósunum. Mörg hundruð klukkustunda prófanir í vindgöngum sýna fram á að loftmótstaða bílsins er umtalsvert minni en áður sem stuðlar að enn meiri sparneytni í nýjum cee'd.