sportswagon

Einstæð hönnun, hámarks þægindi og Notagildi með stóru N-i. Nýr Kia cee'd sportswagon hjálpar þér að fá sem mest út úr lífinu. Hann býr líka yfir miklu flutningsrými og snjöllum geymslulausnum. Þú getur því auðveldlega flutt allt það nauðsynlegasta með þér. Kia cee'd sportswagon fellur fullkomlega inn í hönnunarheim nýju Kia cee'd fjölskyldunnar. Hann er framleiddur í Evrópu, með smekk og þarfir evrópskra ökumanna og farþega að leiðarljósi. Í hönnuninni fer saman stórbrotin fagurfræði og notagildi og allt er þetta afrakstur Peter Schreyer,  hins margverðlaunaða aðalhönnuðar Kia. 

Kia cee'd Sportswagon var hannaður í Evrópska hönnunarsetrinu okkar í Þýskalandi og er framleiddur í hátæknivæddri verksmiðju okkar í Zilina í Slóvakíu. Þar framleiða sérþjálfaðir tæknimenn okkar og yfir 400 vélmenni bíla í hæstu framleiðslugæðum. Um 75% allra íhluta sem notaðir eru við framleiðsluna koma frá evrópskum birgjum. Nýr Kia cee'd Sportswagon er því á heimavelli hvað hæfileikana áhrærir.