Kia Carens

Kia Carens

Kia Carens er hinn fullkomni förunautur hvort sem er til vinnu, leiks eða fjölskylduferða. Í þessum fjölnotabíl fer saman mikið rými og fjölhæfni og glæsileg, evrópsk hönnun. Nýjasta tækni, yfirgripsmikill öryggisbúnaður og þægindi á öllum sviðum hrífa ekki síður og sýna að nýr Carens býr yfir þeim kostum sem þarf til að hrista almennilega upp í flokki fjölnotabíla. Fjölhæfni er aðalsmerki fjölnotabílsins. Nýr Carens stendur fyllilega undir því með sínu mikla innanrými, fjölhæfum sætauppstillingum og snjöllum geymsluhólum. En Carens hefur dálítið meira að bjóða. Hann er nefnilega ekki síður sérlega glæsilegur útlits.