Umhverfisvernd fyrir þig

Kia Motors leggur metnað sinn í að standa undir væntingum og áskorunum 21. aldarinnar og skila um leið áþreifanlegu framlagi til umhverfisverndar og sjálfbærrar þróunar samfélagsins. Kia Motors setti á laggirnar miðstöð umhverfi srannsókna til að vera í fararbroddi fyrir sókn fyrirtækisins inn í framleiðslu umhverfisvænni tvinnbíla og vetnisbíla. Þannig vísar Kia á alþjóðavísu leiðina að umhverfi svænni bílum fyrir hreinni framtíð.

Hugmyndin að baki umhverfi svænni bílum einskorðast ekki við notkunina eina og sér. Kia Motors hefur skapað nýstárlegar framleiðsluvörur, allt frá hönnun að endurvinnslu, sem byggja á einstæðri forskrift sem kallast Hönnun fyrir endurvinnslu (DfR). Alltaf þegar færi gefst er endurunnið og endurvinnanlegt hráefni notað til framleiðslu Kia-bíla.

Allir stærri plastíhlutir eru hannaðir með tilliti til einfaldleika í samsetningu og stimplaðir með innihaldslýsingu. Jafnvel í lok líftíma bílsins stendur enn eftir eitt af meginmarkmiðum Kia Motors í umhverfismálum, sem er móttaka og förgun bílanna. Ferlið lýtur ströngum kröfum. Kia Motors hefur valið til samstarfs samstarfsaðila víða um Evrópu sem ábyrgjast fyrir sitt leyti að umhverfi að njóti fullrar verndar þegar skaðleg úrgangsefni eru meðhöndluð. Þau eru síðan endurunnin eða endurheimt, ávallt með verndun umhverfi sins að leiðarljósi.