Sumarsýning Kia

Sum­arsýn­ing Kia

Það verður mikið um dýrðir næstkomandi laugardag (30. maí) hjá Bílaumboðinu Öskju en þá ætlum við að halda sumarsýningu KIA. Allir KIA bílarnir verða til sýnis með sértakri áherslu á nýjasta fjölskyldumeðliminn, KIA Soul SUV. 25% afsláttur verður á öllum KIA aukahlutum þennan dag og svo bjóðum við einnig núverandi KIA eigendum í létta 7 puntka sumarskoðun þeim að kostnaðarlausu. 

Í tilefni að því að sumarið er komið og fleiri hjól eru farinn að sjást á götum bæjarins ætlum við að hafa smá hjólaþema á laugardaginn.Starfsmenn KIA Gullhringsins verða á svæðinu og sértakt tilboðsverð í boði fyrir þá sem skrá sig til keppnis þennan dag, 5.500 í stað 6.900. Það er vert að taka það fram að allir eigendur KIA fá ókeypis í KIA Gullhringinn. Starfsmenn frá hjólaversluninni Erninum verða á svæðinu og aðstoða við val á rétta hjólinu. Rúsínan í pylsuendanum verður svo þegar að strákarnir í BMX brós úr Ísland got talent koma til okkar og sýna okkur allskonar kúnstir. 

Hlökkum til að sjá ykkur.