Milljón Kia Cee´d framleiddir í evrópu

Milljónasti Kia cee’d á götuna

Framleiðslan í eina milljón á innan við tíu árum. 

Það er stór stund í sögu mikillar velgengni þegar milljónasti Kia cee’d rennur út af framleiðslulínu Kia í Evrópu. Ein milljón Kia cee’d og þessu er hvergi nærri lokið. Tímamótabíllinn er aflmikill Kia cee’d GT, fimm dyra hlaðbakur í perluhvítum lit. Bíllinn er með 204 hestafla, 1,6 lítra T-GDI vél og er á leiðinni til kaupanda í Hollandi.  

Smíðaður í Evrópu. Dáður í Evrópu. 
Markaðssetning á fyrstu kynslóð cee’d árið 2006 markaði nýtt upphaf fyrir Kia. Þetta var fyrsti bíll Kia sem var hannaður og smíðaður í Evrópu eingöngu fyrir evrópskan markað. Framleiðslan fer fram í hátæknivæddri verksmiðju Kia í Zilina í Slóvakíu. Bíllinn hefur sannarlega staðið undir væntingum ökumanna og farþega um alla álfuna. Hann er reyndar önnur söluhæsta gerð Kia í Evrópu á eftir hinum margrómaða Sportage sportjeppa.  

Nú á ein milljón manna Kia cee’d. En það eru líka milljón ástæður til þess að dást að Kia cee’d – ekki síst vegna allra smáatriðanna í meistaralegri hönnuninni, framúrskarandi þægindum, tækninýjungum og sparneytnum vélum. 

Gífurlegar vinsældir bílsins hafa leitt af sér að fjölskyldan hefur stækkað. Núna er cee’d boðinn sem fimm dyra hlaðbakur, cee’d Sportswagon og þrennra dyra hlaðbakurinn pro_cee’d. Loks var kraftmikil GT gerð kynnt árið 2013 – bíll með útliti sem vekur athygli sem býður upp á mikla akstursánægju.  

Einstakur kynningarviðburður í Zilina. 
Við vildum síður að þessi tímamótabíll hyrfi af framleiðslulínunni í kyrrþey. Þess vegna buðum við fjölda blaðamanna til sérstaks viðburðar og til þess að fagna þessum tímamótum með okkur í hátæknivæddri verksmiðju okkar í Zilina. Auk þess að bjóða þeim upp á leiðsögn um verksmiðjuna þar sem sagt var frá hinum mismunandi ferlum í framleiðslunni, gengum við skrefinu lengra. Hver blaðamaður fékk í hendur þau tæki og tól sem til þarf til framleiðslunnar og hófust handa við að setja saman milljónasta Kia cee’d bílinn sjálfir en undir vökulum augu sérfræðinga í framleiðsluteymi Kia. Afraksturinn var þessi: Einstæð lífreynsla fyrir blaðamennina og milljónasti Kia cee’d bíllinn. 


 

Milljónasti Kia cee’d á götuna

Milljónasti Kia cee’d á götuna.
Framleiðslan í eina milljón á innan við tíu árum.