Kia grill

Haustið er tími uppskeru

Haustið er tími uppskerunnar. Tími til að búa í haginn og hlúa að sér og sínum. Við bjóðum þér að líta við í haustgrilli Kia n.k. laugardag frá 12-16 og kynna þér þessa fjölbreyttu og margverðlaunuðu bílafjölskyldu. Þú finnur örugglega ferðafélaga við hæfi. Allir fá pylsur, gos og ís. Börnin geta fengið andlitsmálun og trúðurinn Wally sprellar frá kl. 13.30-15.00.


Fagnaðu með okkur n.k. laugardag

Sparneytni skiptir máli

Kia leggur mikið upp úr sparneytni og umhverfismildri tækni. Allir Kia bílar eru meðal þeirra sparneytnustu í sínum flokki. Í verðlistanum okkar erum við með 22 bíla og af þeim eru átta sem flokkast sem grænir bílar og fá því ókeypis í bílastæði í Reykjavík í 90 mínútur í senn. Sautján þeirra eyða 6 l/100 km eða minna í blönduðum akstri. Allar eyðslutölur hér að ofan eru meðaleyðslutölur uppgefnar af framleiðanda.

Sjö ára ábyrgð

Kia verksmiðjurnar þekkja gæði eigin framleiðslu. Þess vegna eru allir nýir Kia bílar með sjö ára ábyrgð, sem er lengsta ábyrgð sem bílaframleiðendur veita.

Fjölbreytt lína
Hvort sem þig vantar lipran smábíl í „snattið“ eða öflugan jeppa sem lætur ekkert stöðva sig þá á Kia lausnina. Nánari upplýsingar á www.kia.is.

Heitt á grillinu allan daginn. Sjáumst hress og kát í Öskju.