Kia efst hjá J.D. Power annað árið í röð

Kia efst hjá J.D. Power annað árið í röð

Kia er í efsta sætinu í nýrri áreiðanleikakönnun bandaríska fyrirtækisins J.D. Power fyrir árið 2017. Þetta er annað árið í röð sem Kia er á toppnum í þessari virtu áreiðanleikakönnun á meðal bílaframleiðenda heims.

Kia bílar biluðu minnst allra bíla samkvæmt könnunni sem náði til 80.000 eigenda nýrra bíla í Bandaríkjunum. Í könnun J.D. Power eru bíleigendur nýrra bíla í Bandaríkjunum spurðir um áreiðanleika þeirra og bilanir á fyrstu 3 mánuðum. Lagðar eru fyrir þá 233 spurningar á átta mismunandi sviðum til að fá sem besta mynd af gæðum bíla allra bílaframleiðenda.

Það að skora hátt á lista J.D. Power eykur mikið tryggð bíleigenda og þeir hafa meiri tilhneigingu til að kaupa aftur bíla frá þeim framleiðendum. Áreiðanleiki nýrra bíla hefur hækkað um 8% frá síðustu könnun samkvæmt upplýsingum frá J.D. Power.

,,Bílaframleiðendur eru að svara kröfum viðskiptavina sinna með því að leggja meiri áherslu gæði bílanna sem hafa aukist mikið á síðustu árum. Bílarnir hafa þó í dag enn fleiri hluti sem geta bilað en færri hluti sem bila í raun," segir Dave Sargent, aðstoðarforstjóri alþjóðabíladeildar J.D. Power.

Kia er eini bílaframleiðandi í heiminum sem býður 7 ára ábyrgð á bílunum sínum. Það að bílaframleiðendi bjóði 7 ára ábyrgð á framleiðslu sinni sýnir sig að gæði framleiðslunnar eru mikil.

Þetta er í þriðja skiptið sem bílamerki sem ekki telst lúxusbílamerki er efst á listanum allt frá því könnunin var fyrst framkvæmd árið 1987. Í öðru sæti á eftir Kia kemur Genesis, lúxusbílamerki Hyundai, sem er systurfyrirtæki Kia í Suður-Kóreu. Í þriðja sæti er svo Porsche.

Kia Niro, Soul og Sportage voru efst af Kia bílunum í ár ásamt Cadenza og Forte sem er bandaríska útgáfan af cee'd. Á síðasta ári voru Kia Sportage og Soul í efstu sætum í sínum flokkum.