Kia hönnunarverðlaun

Kia hlýtur tvenn hönnunarverðlaun kennd við Rauða depilinn

Kia hlýtur tvenn hönnunarverðlaun kennd við Rauða depilinn (red dot)- Kia Rio og Picanto sigra í þekktri evrópskri hönnunarsamkeppni - Kia hefur alls hlotið sex verðlaun kennd við rauða depilinn frá 2009 - Fjölmargar viðurkenningar innan bílaiðnaðarins og viðurkenning á hönnunarstefnu Kia. (SEOUL) 14. mars, 2012 – Kia hlaut tvenn fyrstu verðlaun fyrir Picanto og Rio gerðirnar í hönnunarsamkeppninni Rauða deplinum, (red dot), fyrir árið 2012. Fimm dyra gerðir hins eftirtektarverða Picanto smábíls og Rio, sem er í minni millistærðarflokki, stóðu uppi sem sigurvegarar í „Vöruhönnunarflokki“ hinnar alþjóðlega viðurkenndu hönnunarsamkeppni. Alls voru 4.500 vörur af margvíslegu tagi lagðar fram til mats í keppninni af 1.800 framleiðendum frá 58 löndum. Í dómnefnd sátu mikilsmetandi hönnunarsérfræðingar hvarvetna úr heiminum. Þeir lögðu mat á og prófuðu vörurnar ítarlega. Verðlaunin voru veitt á grunni nýjunga, notkunargildis, þæginda, framleiðslugæða, umhverfissjálfbærni og einfaldleika í notkun. Einungis þær vörutegundir sem búa yfir hönnun í hæstu gæðum geta gert tilkall til Rauða depilsins.
Með þessum tveimur nýjustu sigrum hefur Kia nú alls sex sinnum hlotnast þessi eftirsóknarverðu verðlaun; fyrst fyrir blendingsbílinn Soul árið 2009, þá litla fjölnotabílinn Venga 2010, og síðan bæði Sportage jepplinginn og Optima fólksbílinn 2011. Optima var reyndar einnig útnefndur „Bestur af þeim bestu“ árið 2011. Hönnunarsamkeppnin Rauði depillinn felur í sér þá mestu viðurkenningu sem veitt er fyrir tímamótahönnun í vöruframleiðslu. Þar af leiðir að einungis vörur í hæsta gæðaflokki eru gjaldgengar í samkeppninni. 
 „Við erum afar stolt af verðlaununum fyrir Picanto og Rio,“ segir Peter Schreyer, yfirhönnuður Kia. „Verðlaunin eru góður vitnisburður fyrir alþjóðlegt hönnunarteymi okkar. Þrjár hönnunarmiðstöðvar Kia tóku þátt í sköpun beggja bílanna. Niðurstaðan varð bílar sem eru í fullkomnu samræmi og með sterka nærveru. Sú sköpun og samstarf sem varð á milli hönnunarteyma okkar í Kóreu, Evrópu og Bandaríkjunum, sem leiddi til þessarar velgengni, gleður mig mjög.“ Thomas Oh, aðalforstjóri Kia, bendir á að sú tilhneiging sé út um allan heim að bílkaupendur skipti út stærri bílum fyrir minni. „Þessu fylgir að hönnun bíla verður stöðugt mikilvægari þáttur, ekki síst í tveimur minnstu stærðarflokkunum. Rio og Picanto leika lykilhlutverk í framleiðsluáætlunum okkar og nú þegar sjáum við að það er gríðarleg spurn eftir þeim hvarvetna í heiminum. Þessi eftirsóknarverðu hönnunarverðlaun, Rauði depillinn, er ein viðurkenningin til viðbótar á þeirri stefnu Kia að bjóða glæsilega hannaða hágæðabíla
sem valda lágmarks umhverfisáhrifum og eru á hagstæðara verði en gengur og gerist. Gríðarleg söluaukning Kia út um allan heim, á sama tíma og nánast allur bílaiðnaðurinn upplifir sölusamdrátt, er sterkur vitnisburður um mikilvægi stefnu okkar og framkvæmd hennar.“ Verðlaunin fyrir Picanto og Rio koma í kjölfarið á öðrum sigrum. Kia Rio var útnefndur með „Bestu yfirbygginguna“ á Bílamerkjasamkeppninni 2011, og þriggja dyra Picanto hlaut iF hönnunarverðlaunin 2012, sá fjórði í röðinni frá Kia. Hönnunarverðlaunin Rauði depillinn fyrir vöruframleiðslu er ein stærsta hönnunarsamkeppni heims. Hönnunarsetrið í Norðurrín-Vestfalía hefur staðið fyrir samkeppninni allt frá árinu 1955. Verðlaun fyrir árið 2012 verða afhent 2. júlí 2012 við glæsiathöfn í óperuhúsinu í Essen, sem hannað var af finnska arkitektinum Alvar Aalto.