Kia Carens

Kia fjölskyldusýning í Öskju laugardaginn 15. febrúar


Bílaumboðið Askja býður upp á Kia fjölskyldsýningu laugardaginn 15. febrúar kl. 12-16, þar sem sjö manna Kia Carens og Kia Sorento verða í aðalhlutverki, enda sérlega hannaðir með þarfir fjölskyldunnar í huga. Hin breiða lína Kia bílanna verður að sjálfsögðu öll sýnd í sýningarsal Öskju á sýningunni. Í tilefni af fjölskyldusýningunni fylgja tvær 16 GB iPad spjaldtölvur með höfuðpúðafestingum og heilsársdekk hverjum nýjum Kia Carens.

Staðalbúnaður í nýjum Kia Carens á öllum mörkuðum í Evrópu er meðal annars sex öryggispúðar (að framan, hliðarpúðar, loftpúðagardínur), áminningarkerfi fyrir sætisbelti, (framsæti, miðjusæti og aftursæti), ESC, (rafeindastýrð stöðugleikastýring), HAC, (brekkuvari), sem kemur í veg fyrir að bíllinn renni aftur á bak í brekkum, og ESS, (neyðarstöðvunarljós), sem blikkar hemlaljósunum við neyðarhemlun til viðvörunar fyrir aðra vegfarendur.

„Kia bílarnir hafa slegið í gegn á Íslandi eins og annars staðar í heiminum. Þeir eru vel hannaðir, hagkvæmir og áreiðanlegir. Allir nýir Kia bílar eru með 7 ára ábyrgð sem þýðir að nýr Kia bíll er í ábyrgð til 2021,“ segir Þorgeir Pálsson, sölustjóri Kia hjá Öskju.

Boðið verður upp á veitingar og skemmiatriði á fjölskyldusýningunni og félagarnir Sveppi og Villi koma í heimsókn. Allir hjartanlega velkomnir.