Framleiddir í Evrópu

KIA fjárfesti fyrir um einn milljarð evra í byggingu nýrrar verskmiðju í Zilina í Slóvakíu. Bygging verksmiðjunnar, þar sem eingöngu eru framleiddir Kia bílar, hófst í apríl 2004 og framleiðsla hófst þar í árslok 2006. Áætlanir gera ráð fyrir framleiðslu á 200 þúsund bílum á ári. Þetta er fyrsta, stóra verksmiðjan sem KIA starfrækir á evrópskri grund. Verksmiðjan í Zilina er tenging Kia vörumerkisins við álfuna. Þar framleiðir Kia bíla sem uppfylla hæstu gæðaviðmið í Evrópu. Nýja verksmiðjan setur ekki einungis ný viðmið í skilvirkni og framleiðni heldur uppfyllir hún um leið ströngustu reglugerðir á sviði umhverfismála sem í gildi eru innan Evrópusambandsins. Gæði er forgangsatriði í allri starfsemi Kia. Af þeim sökum er einn af hverjum 15 starfsmönnum í verksmiðjunni í Zilina ábyrgur fyrir gæðaeftirliti. Þar starfa nú 1.200 færustu starfsmenn á sínu sviði.