Bílaumboðið Askja

Askja


Bílaumboðið ASKJA er þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig i sölu og þjónustu á bifreiðum frá Mercedes-Benz og Kia. Markmið fyrirtækisins er að vera í fararbroddi hvað varðar þjónustu til viðskiptavina og markaðssetningu þeirrar vöru sem fyrirtækið selur og þjónustar.

ASKJA hóf starfsemi 1. mars 2005 og er eini viðurkenndi sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz og Kia á Íslandi. Hjá fyrirtækinu starfa ríflega 60 manns. ASKJA er til húsa í mjög vel búnu og glæsilegu húsnæði á Krókhálsi 11, Reykjavík. Þar er meðal annars að finna fullkomin bílaverkstæði, varahlutaþjónustu og rúmgóðan og bjartan sýningarsal fyrir Mercedes-Benz fólks- og atvinnubifreiðar og Kia fólksbifreiðar.

ASKJA ehf. er í eigu TOP ehf. en það félag er í jafnri eigu Frosta Bergssonar, sem jafnframt er stjórnarformaður Öskju, Hjörleifs Jakobssonar, Íslensk Ameríska og Knúts Grétars Haukssonar.

Bílaumboðið Askja ehf
Krókhálsi 11
110 Reykjavík
Sími 590 2100
Fax 590 2199
Kennitala 450704-2290
Vsk nr. 84323
Bankaupplýsingar: 0358-26-45

Bílaumboðið Askja starfar samkvæmt útgefnu starfsleyfi frá Sýslumanninum í Reykjavík.

Smelltu hér til að fara inn á askja.is