Kia POP

POP hugmyndabíllinn frá KIA verður kynntur á alþjóðlegu bílasýningunni í París í haust

Kia Motors mun halda áfram að svipta hulunni af óhefðbundinni hönnun hugmyndabíla þegar fyrirtækið kynnir nýjan rafhugmyndabíl á alþjóðlegu bílasýningunni í París 30. september nk. Hugmyndabíllinn sem ber heitið 'POP' er þriggja metra langur, gefur ekki frá sér nein mengandi efni í útblæstri og á eftir að setja mark sitt á borgarbílaflokkinn með margvíslegum tækninýjungum og stórbrotinni hönnun.