Kia Sorento

Sorento

Kia Sorento er jeppi, blendingur, stór langbakur eða einfaldlega flutningabíll stóru fjölskyldunnar. Kia Sorento býðst eins og allar aðrar Kia bifreiðar með 7 ára ábyrgð.

Ný hönnunarstefna Kia

Í Sorento endurspeglast ný hönnunarstefna Kia sem er undir sterkum áhrifum frá Þjóðverjanum Peter Schreyer, yfirhönnuði Kia. Sorento er afar fjölhæf bílgerð sé tekið mið af keppinautunum. Hann er jafnt jeppi sem blendingur, stór langbakur eða einfaldlega bara flutningabíll stóru fjölskyldunnar því hann er með sjö sætum. Þegar öllu er á botninn hvolft er Sorento bíll sem uppfyllir flestar þær kröfur sem hægt er að gera til bíls.