Leita

Nýr Kia Rio.

Þinn tími. Þínar reglur.

Welcome the all-new Kia Rio.

Nýr Kia Rio.

Búðu þig undir rosaleg tíðindi.

Nýr Kia Rio. Þú átt ekki eftir að trúa eigin augum yfir þeim eiginleikum sem bíllinn er gæddur. Kia Rio er fullkominn ferðafélagi fyrir hversdagslífið í borginni.

Aldrei sætta þig við minna.

Kia Rio Exterior design.

Yfirbygging.

Það er auðvelt að falla fyrir nýjum Kia Rio. Flæðandi og kraftlegar formlínur fanga athygli vegfaranda. Þægindi, búnaður og nýjasta tækni gera hverja ferð ánægjulegri.

Kia Rio Driving dynamics.

Bíll að þínu skapi fyrir þinn lífstíl.

Nýr og endurbættur Kia Rio er sportlega, glæsilega og fagurlega skapaður. Hann státar af fleiri nýjungum í hönnun en nokkri sinni áður. Straumlínulagaðar formlínur og kraftleg umgjörð gefa Rio einstaklega líflegt yfirbragð.

Kia Rio Interior design.

Innanrými.

Það er erfitt að ímynda sér nútímalegra, sportlegra og notendavænna innanrými en í nýjum Kia Rio. Ganga má að þægindunum vísum. Áklæði og innréttingar eru mjúkar viðkomu og framsætin styðja þétt við líkamann.

Nýsköpun. Fullkomnun að leiðarljósi.

Kia Rio Connectivity.

Tenging við umheiminn öllum stundum.

Í nýjum Kia Rio ertu tengdur umheiminum öllum stundum. Hátæknivætt upplýsinga- og afþreyfingarkerfið sér um það að miðla upplýsingum og skemmtiefni með snjalltækni af margvíslegu tagi.(6)

Kia Rio Heated seats and steering wheel.

Hiti í sætum og stýri!

Í nýjum Kia Rio eru þægindin tekin föstum tökum. Þú átt kost á enn meiri þægindum með háþróaðri tækni eins og sjálfvirki miðstöð með loftkælingu og upphitun í framsætum og stýri.

Kia Rio Rear Park Assist with rear-view camera.

Bakkmyndavél.

Að keyra afturábak er eins skemmtilegt og að keyra áfram. Sérstaklega með bakkmyndavélinni í Kia Rio. Allt sem gerist fyrir aftan bílinn sérðu inn í bílnum.(6)

Kia Rio Smart Key.

Lyklalaust aðgengi.

Handtöskur eru frábærar en ofast eruð þær fullar af dóti. Þá er sérstaklega erfitt að finna bíllyklana. Ímyndaðu þér þá núna að þú þurfir ekki lykil til þess að ræsa Kia Rio.(6)

Drive Wise.

Drive Wise(2) – er nýtt háþróað akstursstoðkerfi Kia sem gerir aksturinn ánægjulegri, stuðlar að að hámarks öryggi farþega og annarra vegfarenda. Það hjálpar til við þreytandi og flókin verkefni sem ökumaðurinn þarf að sinna.(6)

Kia Rio Drive Wise technologies.

Akreinavari (LDWS).

Akreinavara kerfið styðst við myndavél sem er efst í framrúðunni til þess að fylgjast með akreinamerkingum. Það aðvarar ökumenn ef bílinn víkur útaf akrein án þess að stefnumerki hafi verið gefið.

Sjálfvirk neyðarhemlun (AEB).

AEB kerfið styðst við ratsjá og gögn frá myndavél til að hemla þegar kerfið greinir yfirvofandi hættu á árekstri. Kerfið beitir sjálfvirkri hemlun ef það metur fjarlægðina á milli Rio og annars ökutækis eða vegfarenda of litla.

Eigendur Kia Rio njóta góðs af einstæðri 7 ára ábyrgð.(4). Ábyrgðin sýnir hve mikla trú við höfum á bílum okkar. Ábyrgðin er einnig yfirfæranleg á nýja eigendur.

NÁNAR

(1) Android Auto™ and Apple CarPlay™

Kia Rio verður ein fyrsta gerð Kia með Android Auto™, fyrir Android farsíma 5.0 (Lollipop) eða nýrri. Apple CarPlay™ verður fáanlegt í lok árs 2016 fyrir iPhone 5 eða nýrri gerðir. Bæði kerfi eru með raddstýringu sem gera ökumanni kleift að hafa báðar hendur á stýri og athyglina að umferðinni öllum stundum.

(2) Drive Wise tækni

Drive Wise er akstursstoðkerfi sem dregur þó ekki úr ábyrgð ökumanns að gæta fyllsta öryggis við akstur. Ökumaður verður eftir sem áður að miða akstur við aksturshæfni sína, umferðareglur, ástand vega og umferð. Drive Wise tækni býður ekki upp á sjálfakstur bifreiðarinnar. Nánari upplýsingar er að finna í eigandahandbók.

(3) Sjálfvirkt neyðarhemlunarkerfi sem greinir gangandi vegfarendur

Sjálfvirkt neyðarhemlunarkerfi (AEB) sem greinir gangandi vegfarendur er stoðkerfi sem leysir ökumanninn ekki undan þeirri ábyrgð að gæta fyllsta öryggis í akstri öllum stundum. Ökumaður verður ávallt að miða ökulag sitt að eigin akstursgetu, fara að umferðarreglum og taka mið af veg- og umferðaraðstæðum hverju sinni. AEB kerfið býður ekki upp á sjálfvirkan akstur bifreiðarinnar. Leitið nánari upplýsinga í eigandahandbók.

(4) 7 ára / 150.000 km ábyrgð Kia

7 ára / 150.000 km ábyrgð Kia. Gildir í öllum aðildarlöndum Evrópusambandsins (auk þess í Noregi, Sviss, Íslandi og Gíbraltar), háð skilmálum og skilyrðum í hverju landi

(5) Uppfærslur á kortum í sjö ár

Hluti af fyrirheitum okkar um gæði eru sex ókeypis kortauppfærslur á hverri Kia bifreið sem er með LG leiðsögukerfi frá verksmiðju. Þetta einstæða tilboð tryggir að leiðsögukerfið styðst ávallt við nýjustu upplýsingar. Tilboðið nær eingöngu til nýrra Kia ökutækja með LG leiðsögukerfi frá verksmiðju sem keypt eru eftir 28. febrúar 2013. Kostnaður getur fallið til vegna vinnu við ísetningu á uppfærslum. 7 ára kortauppfærslukerfið innifelur sex kortauppfærslur þar sem Kia ökutæki koma með nýjustu uppfærslu frá verksmiðju. Kortauppfærslurnar hafa ekki áhrif á ábyrgð á leiðsögukerfinu. Kia ber ekki ábyrgð á gæðum kortagagna frá birgjanum Navteq.

(6) Staðalbúnaður getur verið mismunandi eftir gerðum