Kia Picanto

Picanto

Kia Picanto er lítill að utan en stór að innan. Picanto býðst eins og allar aðrar Kia bifreiðir með 7 ára ábyrgð.

Picanto gefur lífinu lit

Skýrleiki í línum og áberandi í götumyndinni – Kia Picanto hefur allt til að bera til að gefa lífinu lit og skyggja á alla aðra. Hann er rennilegur, eftirsóknarverður og kemur vel fyrir. Hann er hinn fullkomni félagi á skemmtilegum dögum. Picanto er bíll sem er gaman að aka. Hann hefur nútímalegar línur, býr yfir mikilli fágun í hönnun og það einfaldlega skín frá honum gleðin. Og nú er hann kominn með andlitslyftingu. Það gerist ekki mikið betra.