cee'd sporty wagon

Kia cee´d sporty wagon býðst eins og allar aðrar Kia bifreiðar með 7 ára ábyrgð.

Fjöldi tækninýjunga og ósvikin akstursánægja

Nýr cee'd Sporty Wagon er 25 mm lengri en forverinn og er með sterkari svip og kraftalegri ásýnd á veginum. Að innan er komið nýtt stýri og gírstöng, ný hljómtæki og miðjustokkur, tveggja svæða loftfrískunarkerfi og í mælaborði er rauð baklýsing.

Stærsta tækninýjungin er svokallað ISG-kerfi sem dregur verulega úr eldsneytisnotkun bæði bensín- og dísilvéla cee'd. Hann virkar þannig að þegar bíllinn er stöðvaður, t.a.m. á rauðu ljósi, drepst á vélinni. Um leið og ökumaður stígur aftur á eldsneytisgjöfina fer vélin í gang á ný. Auk þess er cee'd kominn með brekkuhaldara inn í ESP-kerfið og nýjan ljósabúnað sem gefur frá sér meiri birtu. cee'd er m.a. fáanlegur sjálfskiptur og beinskiptur og meðal annars með 1,6 lítra dísilvél.