Leita

Nýr
Kia Picanto

Kynntu þér málið

Skruna niður

Hönnun

Áberandi í borginni

Fangar athyglina með lipurð sinni

Nýr Picanto er með nýrri hönnun á stuðurum og breiðari á vegi. Hann er á heimavelli hvar sem er. Hann steinliggur í öllum beygjum og verður tafarlaust miðpunktur athyglinnar um leið og hann birtist. Snjöll hönnun hans og lítil fyrirferð gerir hann fullkominn í borgarlandslaginu.

Meira rými, meiri þægindi, meira af öllu

Fegurðin sjálf uppmáluð. Í glæsilegum mælaborðinu eru allar upplýsingar aðgengilegar með rökrænni uppsetningu. Sætin eru þægileg en um leið sportleg. Opið rýmið að innan og nútímaleg nálgun í hönnun tekur þér opnum örmum. Snjallar geymslulausnir og þægileg miðjuarmhvíla auka enn frekar á þægindin í akstri.

Viltu far?

Höfuðrými. Axlarými. Nægt fótarými, líka í aftursætum. Sestu í þægileg sætin sem eru klædd vönduðum áklæðum. Biddu því um Picanto ef þú þarft far - það er að segja ef þú nýtur ekki sjálfur þeirrar ánægju að eiga hann.

Nánari upplýsingar

Komdu töskunum fyrir

Þótt Picanto sé fyrirferðalítill er það ekki á kostnað innanrýmisins. Ökumaður og þrír farþegar ferðast í þægindum og auk þess er pláss fyrir farangurinn í 255 lítra farangursrýminu sem er hið mesta í stærðarflokknum. Ef þörf er fyrir enn meira farangursrými er einfalt að fella niður aðskilin aftursætin með einum rofa eða lækka gólf farangursrýmisins sem kemur með tveimur hæðarstillingum. Þannig má koma fyrir enn stærri töskum.

Nánari upplýsingar

Hagnýt þægindi

Núna eru þægindi einnig í boði í smábíl.

Nánari upplýsingar

Búnaður

Meiri búnaður en stærðin gefur til kynna

Frístandandi 7“ snertiskjár

Vegurinn framundan og 7“ margmiðlunarskjárinn eru alltaf í sjónlínu. Hann er þægilega staðsettur yfir miðjustokknum. Meðal búnaðar er bluetooth tenging og raddstýrikerfi sem er til taks hvert sem leiðin liggur.

Nánari upplýsingar

Tengst með raddstýrikerfi

Við vitum að síminn er orðinn miðpunktur alls. Til að vera tengdur öllum stundum er farsíminn einfaldlega tengdur í gegnum Android Auto™ eða Apple CarPlay™(1) – Þannig getur þú hringt í vini eða hlustað á eftirlætis tónlistina þína. Allar aðgerðir eru raddstýrðar.

Nánari upplýsingar

Kia Connected Services leiðsögukerfi í gegnum TomTom®

Vertu ávallt viðbúinn því sem framundan er. Fáðu leiðsögn að áfangastað eða farðu eigin leiðir en samt ávallt með nýjustu upplýsingum um umferðina. Kerfið aðvarar meira að segja ökumann þegar hann má eiga von á hraðamyndavélum(2). Einnig má kynna sér veðrið á áfangastað og hlusta á eftirlætis tónlistina.

Nánari upplýsingar

Snjall í stærð, snjall í tækni

Bakkmyndavél með viðmiðunarlínum(9)

Nýr Picanto er skapaður fyrir þéttbýlið með sinn takmarkaða fjölda bílastæða. Hann er snúningslipur og honum er auðvelt að leggja í þröng stæði. Auk þess kemur hann með bakkmyndavél. Það er leikur einn að leggja bílnum þegar stuðst er við viðmiðunarlínurnar á skjánum.

Nánari upplýsingar

Þráðlaus farsímahleðsla(9)

Nýr Kia Picanto gefur þér hleðslu þegar þú þarft að tengjast umheiminum. Farsíminn er einfaldlega lagður í þráðlausa hleðslubakkann þar sem hann endurhleður sig meðan á akstri stendur. Engar hleðslusnúrur og engar áhyggjur að vera ótengdur.(4)

Nánari upplýsingar

Snjalllykill(9)

Ræsirofinn gerir það óþarft að taka lykilinn upp úr vasanum. Picanto veit þegar snjalllykillinn er nærri. Ökumanni dugar að þrýsta á hnapp á hurðinni til að aflæsa henni og til að ræsa vélina nægir að þrýsta á ræsirofann.

Nánari upplýsingar

Drive Wise⁽⁵⁾

Sjálfvirkt hemlunarkerfi í borg og þéttbýlisstöðum

Sjálfvirka hemlunarkerfið vakir með þér þegar athygli þín dofnar. Það fylgist með aksturslagi þínu og hvort þú bregðist rétt við yfirvofandi hættu eða aðvörunum. Bregðist ökumaður ekki við aðvörunum getur kerfið beitt hemlum með sjálfvirkum hætti, hægt á bílnum eða stöðvað hann áður en komið er að hættunni eða dregið úr höggi í árekstri sem verður ekki forðað.(6)

Nánari upplýsingar

Sjálfvirkur hraðastillir

Hvíldu fæturna og láttu sjálfvirka hraðastillinn um að viðhalda réttri fjarlægð að næsta bíl á undan. Þessi hátæknivæddi búnaður heldur Kia Picanto á nákvæmlega réttum hraða. Ökumaður stillir hraðann með rofum í stýrinu og nýtur þess að aka á afslappaðri hátt en áður.

Nánari upplýsingar

7 ára ábyrgð

Meiri upplifun, minni áhyggjur

7 ára ábyrgð: Smíðaður til að endast

Eigendur Kia Picanto njóta okkar einstöku, 7 ára/150.000 km ábyrgðar (ótakmarkað upp að 3 árum; frá 4 árum 150.000 km)(7) – millifæranleg, og með kortauppfærslum til 7 ára(8) og uppfærslum á TomTom® Live Services(3) endurgjaldslaust.

Nánari upplýsingar

Lagalegir fyrirvarar

(1) Android Auto™ and Apple CarPlay™

Nýr Kia Picanto er samhæfður fyrir Android Auto™, sem er hannað fyrir Android farsíma með 5.0 stýrikerfi 5.0 (Lollipop) eða nýrra. Nýr Kia Picanto er samhæfður fyrir Apple CarPlay™ fyrir iPhone 5 eða nýrri gerðir. Bæði kerfin bjóða upp á raddstýringu sem gerir ökumanni kleift að hafa báðar hendur á stýri og augun á veginum öllum stundum. Android Auto™ og önnur merki eru vörumerki Google Inc., en Apple CarPlay™ er vörumerki Apple Inc.

(2) TomTom® upplýsingar um hraðamyndavélar

Flestar ríkisstjórnir og staðbundin stjórnvöld hafa gengist inn á það að TomTom® upplýsingar um hraðamyndavélar auki öryggi í akstri. Við hjá Kia förum að lögum og aðlögum þjónustu okkar að lögum þar sem þess þarf.

(3) TomTom® upplýsingar um hraðamyndavélar

Flestar ríkisstjórnir og staðbundin stjórnvöld hafa gengist inn á það að TomTom® upplýsingar um hraðamyndavélar auki öryggi í akstri. Við hjá Kia förum að lögum og aðlögum þjónustu okkar að lögum þar sem þess þarf.

(4) Þráðlaus farsímahleðsla

Þráðlaus hleðsla fyrir farsíma með Qi tækni eða Qi millistykki.

(5) Drive Wise

Drive Wise tækni er akstursstoðkerfi sem leysir ökumann ekki undan þeirri ábyrgð sinni að stjórna ökutæki sínu með öruggum hætti öllum stundum. Ökumaður verður eftir sem áður að laga akstursmáta sinn að sinni persónulegu akstursgetu, virða umferðarreglur og lög og taka mið af vegskilyrðum og umferðaraðstæðum hverju sinni. Drive Wise tækni er ekki hönnuð fyrir sjálfvirkan akstur. Frekari upplýsingar er að finna í eigandahandbókinni.

(6) Sjálfvirk neyðarhemlun

Sjálfvirka neyðarhemlunin (AEBS) er akstursstoðkerfi sem leysir ökumann ekki undan þeirri ábyrgð sinni að stjórna ökutæki sínu með öruggum hætti öllum stundum. Ökumaður verður eftir sem áður að laga akstursmáta sinn að sinni persónulegu akstursgetu, virða umferðarreglur og lög og taka mið af vegskilyrðum og umferðaraðstæðum hverju sinni. AEBS er ekki hannað fyrir sjálfvirkan akstur. Frekari upplýsingar er að finna í eigandahandbókinni.

(7) 7 ára/150.000 km ábyrgð Kia

Gildir í öllum Evrópusambandslöndum (einnig í Noregi, Sviss, Íslandi og Gíbraltar), háð staðbundnum skilmálum og skilyrðum.

(8) Kortauppfærslur í 7 ár

Hver einasti, nýr Kia kemur með LG leiðsögukerfi frá verksmiðju. Uppfærslur á kortum án endurgjalds einu sinni á ári í sex ár er liður í fyrirheitum okkar um gæði. Þetta einstaka tilboð tryggir að leiðsögukerfið byggir ávallt á nýjustu upplýsingum.
Tilboðið nær eingöngu til nýrra Kia bíla sem keyptir eru eftir 28. febrúar 2013 með LG leiðsögukerfi frá verksmiðju. Þjónustuaðili gæti innheimt gjald fyrir upphleðslu á uppfærslunni. 7 ára uppfærsla á kortum miðast við sex kortauppfærslur því Kia bílar koma ávallt með nýjustu uppfærslu frá framleiðanda. Tilboðið hefur ekki áhrif á ábyrgð á leiðsögukerfinu. Kortagögn koma frá gagnafyrirtækinu Navteq og ber Kia ekki ábyrgð á gæðum þeirra.

(9) Valbúnaður

Búnaður er mismunandi eftir útfærslum.

Nýr
Kia Picanto

Augnablik...Síðan er að hlaðast
Vinsamlega snúið tækinu.